Kjaftað um kynlíf

mars 23, 2015
Næstkomandi miðvikudagskvöld verður fræðslukvöld fyrir fullorðna í Borgarbyggð. Til umfjöllunar verður hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga. Yfirskrift kvöldsins verður „Kjaftað um kynlíf.“ Það er Sigga Dögg kynfræðingur sem ræðir við gesti. Fræðslukvöldið er samstarf Samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð og grunnskólanna í sveitarfélaginu. Sigga Dögg mun fyrr um daginn vera með kynfræðslu fyrir nemendur 9. og 10. bekkja beggja grunnskólanna í Borgarbyggð.
 

Share: