Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð

mars 16, 2015
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi:
Seláshverfi – breytt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 11. septemer 2014 að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundasvæðis skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010, skv. skipulagsuppdrætti dags. 20.08.2014, sem felur m.a. í sér breytta aðkomu að hluta svæðisins.
Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells 3 – nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 4. mars 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagssvæðið er vestast á jörðinni Húsafelli og felur deiliskipulagstillagan í sér virkjun Deildargils sem rennur í Hvítá, inntak og stífla verður ofarlega i Deildargili í norðarhluta Urðarfells. Fallpípa verður um 3.200 m löng og stöðvarhús verður við Reyðarfellsskóg.
Bjarnhólar sorpförgunarsvæði – nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 15. desember 2015 deiliskipulag Bjarnhóla – sorpförgunarsvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 27. nóvember 2014 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á sorpförgunarsvæði. Með tillögunni fylgir umhverfisskýrsla dags. 8. apríl 2014 og einnig áhættumat og viðbragðsáætlun frá árinu 2013.
Samþykkt að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.isog í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 16. mars til og með 27. apríl 2015.
Athugasemdir eða ábendingum skal skila fyrir 27. apríl 2015 annað hvort á Ráðhúsi Borgarbyggðar eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi lýsingar:
Munaðarnes 1. áfangi – lýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkti að láta auglýsa lýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi við Munaðarnes, 1. áfanga. Í breytingunni felst meðal annars að tvö skipulagsvæði verði sameinuð og bætt verði við fimm lóðum. Lýsingin er sett fram í greinargerð dags. janúar 2015.
Sjá hér
Munaðarnes 2. áfangi – lýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkti að láta auglýsa lýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi við Munaðarnes, 2. áfanga. Í breytingunni felst meðal annars að tvö skipulagsvæði verði sameinuð og bætt verði við 10 lóðum við Jötnagarðsás, afmarkaðar fjórar stakar lóðir, skilgreint útivistarsvæði og göngustígar. Lýsingin er sett fram í greinargerð dags. janúar 2015.
Sjá hér
Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 16. mars til og með 30. mars 2015.
Athugasemdir eða ábendingum skal skila fyrir 30. mars 2015 annað hvort á Ráðhúsi Borgarbyggðar eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.isog skulu þær vera skriflegar.
 
 

Share: