Söfnun á rúlluplasti frestað

mars 16, 2015
Vegna veðurs undanfarið hefur sorplosun gengið misjafnlega í sveitarfélaginu. Vegna þessara tafa hefur verið ákveðið að fresta söfnun á rúlluplasti sem vera átti núna í vikunni. Plastið verður sótt dagana 30. mars til 1. apríl næstkomandi. Þeir sem vilja láta sækja til sín plast eru beðnir um að láta vita í síma 433 7100 eða á netfangið embla@borgarbyggd.is
 
 

Share: