Safnahús og Tónlistarskólinn – árangursríkt samstarf

Um 300 manns mættu á sýningaropnun og tónleika í Safnahúsinu í Borgarnesi í gær, á hátíð í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar flutti ávarp og nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar fluttu verk sem þeir hafa samið í vetur undir handleiðslu kennara sinna. Efniviður verkanna voru textar eftir fjórar konur frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Þetta er í þriðja …

Gámastöðin Sólbakka – breyttur opnunartími á laugardögum

  Opnunartími gámastöðvarinnar á Sólbakka í Borgarnesi breytist frá og með laugardeginum 2. maí næstkomandi. Þá verður gámastöðin opin frá kl. 10.00 – 14.00 og verður svo á laugardögum framvegis. Opnunartími virka daga breytist ekki.  

Búsetuþjónusta fatlaðra í Borgarnesi – starfsfólk óskast

Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Um er að ræða tvö störf, annars vegar á morgun-, kvöld- og helgarvaktir og hinsvegar á næturvaktir. Bæði störfin eru ótímabundin og þurfa viðkomandi starfsmenn að geta hafið störf í maí. Umsækjandi …

Sumarafleysingar í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

Laus eru til umsókna störf við íþróttamiðstöðvar/sundlaugar Borgarbyggðar í sumar. Okkur vantar bæði karl og konu í 75% störf á Kleppjárnsreykjum. Karl og konu í 75-100% störf á Varmalandi og karl og konu í 100% störf í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.   Unnið er á vöktum. Umsækendur þurfa að vera orðinir 18 ára og standast hæfnispróf fyrir laugaverði, vera stundvísir og …

Tafir á sorplosun

Vegna þungatakmarkana á vegum í Borgarbyggð verða enn meiri tafir á losun sorps í dreifbýli. Fólk er beðið um að sýna þessu skilning og beðist er velvirðingar á töfum sem orðið hafa undanfarið. Af ýmsum ástæðum hefur dregist að klára söfnun á rúlluplasti en vonast er til að það takist fyrir lok þessarar viku eða í byrjun næstu ef bílarnir …

Samantekt niðurstaðna frá íbúafundi um skóla og eignamál

Mánudagskvöldið 30. mars síðastliðinn var haldinn íbúafundur um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins í Hjálmakletti. Um 150 íbúar mættu á fundinn og tóku þátt í hugmyndavinnu um leiðir til að styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Samantekt um niðurstöður íbúafundarins varðandi rekstur og skipulag fræðslumála má finna hér. Unnið er að samantekt um eignir sveitarfélagsins og verður hún birt hér …

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands í eftirfarandi verkefni:   1. Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2. Verkefnastyrkir á sviði menningar 3. Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála   Styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga.   Frestur til að skila umsóknum er til 22. apríl 2015. Nánari upplýsingar um sjóðinn …

Fundur hjá Snillingaforeldrum í kvöld

Í kvöld, Þriðjudaginn 14. apríl 2015 verður fundur hjá snillingaforeldrum í sal Ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 og hefst hann kl. 20.15. Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, sem hefur unnið mikið með ADHD samtökunum, verður með fræðslu um netnotkun með sérstaka áherslu á svokallaða “netfíkn”. Rannsóknir benda til að sirka 12% reglulegra netnotenda eigi á hættu að ánetjast notkun sinni. Börn …

Nýr innheimtufulltrúi hjá Borgarbyggð

Ráðinn hefur verið nýr innheimtufulltrúi til starfa hjá Borgarbyggð, Helga Margrét Friðriksdóttir. Helga hefur lokið BA námi frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur góða reynslu af innheimtu- og þjónustustörfum. Hún hefur meðal annars unnið sem fyrirtækjafulltrúi hjá Vodafone. Þá hefur hún einnig unnið við ýmis verslunar- og þjónustustörf og tekið fjölbreytt námskeið sem snúa að samskiptum og þjónustu við viðskiptavini. …

Vinnuskóli Borgarbyggðar – sumarstörf 2015

Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir laus störf fyrir sumarið 2015 Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10 bekk. Vinnutímabil skólans er frá 8. júní – 10. júlí Vinnutími er frá 9:00 – 16:00 alla virka daga nema á föstudögum þá er unnið til 12:00. Allir sem sækja um vinnu þurfa að kynna sér reglur vinnuskólans. Þær má nálgast hér.   Umsækjendur …