
Það voru Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans og Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss sem stýrðu dagskránni. Alls voru 18 lög frumflutt og komu um 30 nemendur að flutningnum auk Gleðigjafanna, kórs eldri borgara. Var gerður góður rómur að tónleikunum og hefur þegar verið rætt um að endurteka verkefnið að ári liðnu.
Við sama tækifæri var opnuð ný sýning í Safnahúsi. Hefur hún hlotið nafnið Gleym þeim ei og er hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur. Sýningin stendur fram til loka október og verður opin virka daga frá 13.00-18.00 og frá 1. maí alla daga 13.00-17.00. Þess má geta að hefti með ljóðum Ásbjarnarstaðakvenna er fáanlegt í Safnahúsinu auk bókar með fróðleik um konurnar fimmtán.
Ljósmynd með frétt: Mikill fjöldi gesta sótti hátíðina heim og hlýðir hér á lag Axels Stefánssonar og Hilmar E. Hilmarssonar við ljóð Sigríðar Helgadóttur, Sálin hans Jóns míns. Ljósmynd: Elín Elísabet Einarsdóttir.