Nýr innheimtufulltrúi hjá Borgarbyggð

apríl 14, 2015
Ráðinn hefur verið nýr innheimtufulltrúi til starfa hjá Borgarbyggð, Helga Margrét Friðriksdóttir.
Helga hefur lokið BA námi frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur góða reynslu af innheimtu- og þjónustustörfum. Hún hefur meðal annars unnið sem fyrirtækjafulltrúi hjá Vodafone. Þá hefur hún einnig unnið við ýmis verslunar- og þjónustustörf og tekið fjölbreytt námskeið sem snúa að samskiptum og þjónustu við viðskiptavini.
 

Share: