Í kvöld, Þriðjudaginn 14. apríl 2015 verður fundur hjá snillingaforeldrum í sal Ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 og hefst hann kl. 20.15.
Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, sem hefur unnið mikið með ADHD samtökunum, verður með fræðslu um netnotkun með sérstaka áherslu á svokallaða “netfíkn”.
Rannsóknir benda til að sirka 12% reglulegra netnotenda eigi á hættu að ánetjast notkun sinni. Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum vanda og því mikilvægt að foreldrar skilji vandann og viti hvað best sé að gera í málinu. Nokkuð ljóst er að netið er komið til að vera og því þýðir lítið að loka augunum fyrir því að þar geta leynst hættur eins og annarsstaðar. Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls sem að það hefur upp á að bjóða án vandkvæða.
ALLIR VELKOMNIR
Snillingaforeldrar er félagsskapur foreldra barna með ADHD/ADD. Markmið Snillingaforeldra er að foreldrar geti deilt reynslu sinni, stutt hvert annað í uppeldishlutverkinu og jafnvel fengið og deilt áfram fræðslu um líðan og hegðun barna með ADHD/ADD og æskileg viðbrögð þeirra sem mest eru með börnunum s.s. foreldra og skólakerfis, og íþrótta og tómstunda kennara/þjálfara.