Mánudagskvöldið 30. mars síðastliðinn var haldinn íbúafundur um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins í Hjálmakletti. Um 150 íbúar mættu á fundinn og tóku þátt í hugmyndavinnu um leiðir til að styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Samantekt um niðurstöður íbúafundarins varðandi rekstur og skipulag fræðslumála má finna hér. Unnið er að samantekt um eignir sveitarfélagsins og verður hún birt hér á síðunni á næstu dögum.
Niðurstöðurnar verða svo nýttar í áframhaldandi vinnu starfshópa um hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins.