Tafir á sorplosun

apríl 20, 2015
Vegna þungatakmarkana á vegum í Borgarbyggð verða enn meiri tafir á losun sorps í dreifbýli. Fólk er beðið um að sýna þessu skilning og beðist er velvirðingar á töfum sem orðið hafa undanfarið. Af ýmsum ástæðum hefur dregist að klára söfnun á rúlluplasti en vonast er til að það takist fyrir lok þessarar viku eða í byrjun næstu ef bílarnir komast um.
 

Share: