Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýnir nú um helgina söngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar sem byggður er á sögu H. C. Andersens. Tónlistina samdi Keith Strachan. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikstýrir og Theodóra Þorsteinsdóttir sér um tónlistarstjórn. Birna Þorsteinsdóttir leikur með á píanó og Ólafur Flosason leikur á óbó og trommur. Með hlutverk litlu stúlkunnar fer Kolfinna Dís Kristjánsdóttir, en alls koma ellefu …
UMSB innleiðir verkefnið SÝNUM KARAKTER
Á fræðslukvöldi UMSB sem var haldið þriðjudaginn 27. nóvember í Hjálmakletti var ,,Sýnum karakter“ formlega innleitt. Viðtökur fóru framar björtustu vonum þar sem fjöldi fólks sýndi verkefninu mikinn áhuga enda voru erindin mjög skemmtileg, áhugaverð og upplýsandi. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri í UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Markús Máni frá Sportabler og Pálmar Ragnarsson voru með frábær erindi. Við …
Yfirlýsing frá Starfsmannafélagi OR
Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. Það særir okkur hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar tjá sig um vinnustaðinn sem þeir virðast ekki þekkja en leggja sig fram um að gera tortryggilegan, rangtúlka niðurstöður vinnustaðagreiningar og skýrslu Innri endurskoðunar með það að markmiði að því er virðist að grafa undan …
Æskulýðsballið 2018
Hið árlega Forvarna- og æskulýðsball fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 8.nóv sl, þetta er í 28. Skiptið sem þessi viðburður er haldinn við góðar undirtektir ungmenna Vesturlands. Um er að ræða árlegan viðburð á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Óðal þar sem unglingar á Vesturlandi koma saman og skemmta sér saman þar sem áhersla er lögð á forvarnir og skemmtun án …
Ljósleiðarasamningur
Föstudaginn 16. nóvember var skrifað undir samning milli SH leiðarans ehf og Borgarbyggðar hjá Ríkiskaupum um lagningu ljósleiðara í dreifbýli Borgarbyggðar. SH leiðarinn bauð lægst í verkið en alls bárust þrjú tilboð í það. Tilboð SH leiðarans hljóðaði upp á 774.861.244.- kr. Verkið er stærsta einstaka verkefni um lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Íslandi. Það mun skýrast á næstu vikum …
Námskeið fyrir foreldra barna í Andabæ
Foreldrar í Andabæ sóttu námskeið hjá Lindu Hrönn Þórisdóttur frá Barnaheill um verkefnið Vinátta (Fri for Mobberi) þann 19. nóvember sl. Verkefnið Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða …
Sundlaugin í Borgarnesi lokuð
Sundlaugin í Borgarnesi er lokuð frá kl. 15 – 22 í dag vegna bilunar. Vonir standa til þess að hún opni á venjulegum tíma á morgun.
Rýmingaræfing á Hraunborg
Fimmtudaginn 15. nóv. var haldin viðamikil rýmingaræfing á leikskólanum Hraunborg, slökkviliðsmenn á Bifröst fengu óundirbúin boð um að reykur væri í eldhúsi og eldhúsálmu skólans og rýming barna úr húsnæðinu stæði yfir. Börnin voru svo flutt eftir að þau höfðu yfirgefið skólahúsnæðið út um neyðarútganga og björgunarop, niður í Hriflu samkomusal Háskólans á Bifröst þar sem tekið var á móti …
Miðnes – skipulagsauglýsingar
Borgarbyggð hefur auglýst tillögur til breytinga á aðal – og deiliskipulagi s.k. Miðness í Borgarnesi. Er auglýsinguna og uppdrætti að finna undir skipulagsmál á eftirfarandi slóð. https://borgarbyggd.is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagssvid/skipulagsmal/
Ljóð um Jónas
Safnahús hefur sett á heimasíðu sína ljóð eftir Snorra Hjartarson í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Kvæðið er ort með vísun í arfleifð Jónasar Hallgrímssonar og ber nafn hans. Snorri Hjartarson var fæddur á Hvanneyri og bjó í Borgarfirði fram á unglingsár, á Ytri Skeljabrekku og í Arnarholti. Í ljóðum hans má oft finna litrík og falleg orð og íslensk …