Nýr aðstoðarleikskólastjóri við Ugluklett

ElínElín Friðrikssdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Ugluklett og mun hún taka til starfa 1. ágúst næstkomandi. Hún mun jafnframt taka að sér starf sérkennslustjóra. Margrét Halldóra sem gegnt hefur þessari stöðu er á förum til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni.      

Pottarnir lokaðir þessa viku

Vegna viðgerða á heitu pottunum við sundlaugina í Borgarnesi verða þeir lokaðir þessa viku. Sundlaug og önnur aðstaða í íþróttamiðstöðinni verða opin samkvæmt venju en opið er virka daga frá kl. 6.30 til 22.00 og kl. 9.00 til 18.00 laugardaga og sunnudaga.  

Hestur í óskilum

Ungur hestur er í óskilum á bænum Valbjarnarvöllum. Þetta er steingrátt tveggja vetra tryppi með hring í auga. Eigandinn hefur ekki fundist þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan. Þeir sem kannast við hrossið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigurjón á Valbjarnarvöllum í síma 895 0787 eða Halldór Sigurðsson í síma 892 3044.   Eigandi hestsins er fundinn.  

Útboð á skólaakstri

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskólana í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf skólaárin 2012-2013, 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. Um er að ræða skólaakstur að fjórum starfsstöðvum grunnskólanna í Borgarbyggð, samtals 19 leiðir. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma. Tilboðum skal skilað á sama stað í lokuðu …

Laus störf hjá Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar óskar eftir áhugasömu fólki í eftirtalin störf: Við Kleppjárnsreykjadeild vantar: · Sérkennara · Umsjónarkennara á unglingastigi · Aðstoðarmatráð · Skólaliða. Starfið felst í daglegum þrifum á skólahúsnæði, gæslu og fl. Við Hvanneyrardeild vantar: Starfsmann í „Skólasel“. Starfið felst í að skipuleggja viðveru og vinna með nemendum í Selinu eftir að skóla lýkur til kl 16.00. Mikilvægt að umsækjendur …

Nýting vindorku skoðuð

Síðastliðið haust skipaði stjórn Borgarfjarðarstofu vinnuhóp um nýtingu vindorku í Borgarbyggð. Hlutverk hópsins var að vinna fýsileikakönnun á nýtingu vindorku í sveitarfélaginu. Á síðasta fundi Borgarfjarðarstofu var lögð fram skýrsla vinnuhópsins og er hún öllum aðgengileg hér á heimasíðunni. Í hópnum sátu þau Auður H. Ingólfsdóttir (Háskólinn á Bifröst), Sigtryggur V. Herbertsson (LbhÍ), Sigurður Guðmundsson og Unnsteinn Elíasson. Starfsmaður hópsins …

Innritun í tónlistarskólann og vortónleikar

  Nú stendur yfir innritun nýnema í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hægt er að sækja um bæði símleiðis, 437 2330 og á netfanginu: tskb@simnet.is.     Það sem koma þarf fram er: Nafn umsækjanda: Kennitala umsækjanda: Hljóðfæri: Símanúmer (heimasími+gsm): Heimilisfang (lögheimili): Netfang: Nafn og kennitala foreldris/greiðanda: Annað sem þú vilt taka fram:   Nánari upplýsingar í fréttabréfi sem sést með því að …

Ný tré í Skallagrímsgarði

Þann 21. september í fyrra kom í heimsókn til Borgarbyggðar 50 manna hópur frá skrifstofu náttúru og útivistar hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar til að skoða garða og útivistarsvæði í Borgarbyggð. Í lok dags þá gaf Reykjarvíkurborg Borgarbyggð 5 tré sem plantað var daginn eftir í Skallagrímsgarði. Þetta voru tegundirnar Kínareynir (Sorbus Vilmorinii), Rósareynir (Sorbus Rosa), 2 Steinbjarkir (Betula ermanii …

Ljósmyndasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

Opnuð hefur verið í Safnahúsi Borgarfjarðar sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar (1907-1967), blaðamanns og ljósmyndara frá Signýjarstöðum í Hálsasveit. Sýningin er sett upp í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og um er að ræða vinnuuppstillingu þar sem fólk er beðið að gefa frekari upplýsingar um myndirnar sé þess kostur. Myndirnar eru af mannlífi í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum fyrir og um miðja …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2012

Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar mun í samstarfi við Landbúnaðarnefnd veita umhverfisviðurkenningar í fjórum flokkum í ár. Veittar verða viðurkenningar fyrir besta frágang lóðar við íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, snyrtilegasta bændabýlið og auk þess verður veitt sérstök viðurkenning Umhverfis- og skipulagsnefndar. Óskað er eftir tilnefningum frá íbúum um hverjir eigi að hljóta viðurkenningar í ofantöldum flokkum. Tilnefningar skal senda til Bjargar Gunnarsdóttur …