Leikskólinn Andabær er staðsettur við Arnarflöt 2 á Hvanneyri. Leikskólinn er þriggja deilda leikskóli og heita deildarnar Goðheimar, Álfheimar og Hulduheimar. Leikskólinn var upphaflega stofnaður af foreldrum um 1981. Skólinn rúmar um 65 börn og höfum við getað tekið börn inn frá því fæðingarorlofi lýkur. Skólinn er vel staðsettur í umhverfi kletta og fallegrar náttúru sem býður upp á skemmtilega upplifun og reynslu sem nýtt er í námi barnanna. Einkunnarorð leikskólans eru, leikur, gleði og vinátta.
Helstu verkefni skólans eru; Leiðtogaverkefnið „the leader in me“, Grænfáninn, Heilsustefnan, heilsueflandi leikskóli og Réttindaskóli UNICEF.
Leikskólinn er með facebook síðu sem heitir Andabær og setjum við þar inn tilkynningar af og til.
Andabær er einnig með síðu á Instagram sem heitir leikskolinn.andabaer Þar setjum við inn myndir úr starfinu og eitthvað skemmtilegt.
Velkomin til okkar í Andabæ