Almennar upplýsingar

Veikindi

Leikskólar eru ætlaðir heilbrigðum börnum. Veikist barnið skal það dvelja heima þar til það er orðið hitalaust í a.m.k. 1-2 sólahringa. Ekki er boðið upp á að hafa börn inni eftir veikindi 

Lyfjagjafir

Ef börn í leikskóla þurfa á lyfjum að halda ber að haga lyfjagjöf þannig að lyfin séu gefin heima en ekki í leikskólanum. Undantekning á þessu eru asmalyf. 

Mataróþol eða ofnæmi

Ef um óþol eða ofnæmi er að ræða þarf að koma með vottorð frá lækni. Mikilvægt er að vera í góðum samskiptum við skóla með áframhaldið. Vottorð þarf að endurnýja í samráð við lækni. Skóli gerir sitt besta til að koma á móts við sérfæði barna og leggur sig fram við að miðla upplýsingum milli heimilis og skóla. 

Hliðið

Hliðið verður að vera lokuð á öllum tímum, bæði þegar að börnin eru úti og inni. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að láta þá sem koma og sækja börnin í leikskólann vita af þessu. Þetta er mjög mikilvægt atriði. Mörgum börnum finnst spennandi að fá að opna hliðið fyrir mömmu og pabba þegar komið er að sækja þau. Þau eru stundum of dugleg við þessa iðju sína og hafa opnað hliðin áður en foreldrar eru komnir að lóðinni eða þegar verið er að fara í gönguferðir. Leikskólinn biður foreldra um samstarf hvað þetta varðar og að reglan sé sú að fullorðnir opna hliðið, ekki börnin. 

Barnið kemur og fer

Þegar komið er með barnið í leikskólann og þegar að það er sótt er nauðsynlegt að láta kennara á deild barnsins vita. Minnt er  sérstaklega á þetta ef komið er með barnið eða það sótt í útiveru. Af öryggisástæðum er nauðsynlegt að hringja og láta kennara vita ef einhverjir aðrir en foreldrar koma og sækja barnið í leikskólann. Börn yngri en 12 ára mega ekki sæki barnið í leikskólann. Kennarar skrá rafrænt hvenær barnið mætir og hvenær það er sótt. Þessi skráning er mikilvæg til að tryggja öryggi hvers barns í leikskólanum.