Farsæld barna

Í janúar 2022 tóku í gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar bara.  Lögin eiga að sjá til þess að börn og for­eldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum.  Hver skóli er með tengilið og skal hann vera aðgengilegur öllum börnum og foreldrum og er hann innan handar og aðstoðar við að sækja viðeigandi þjónustu við hæfi.  Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir allt þjónustukerfið.  Tengiliður í Andabæ er Ástríður Guðmundsdóttir, leikskólastjóri.