Leiðtogadagur í Andabæ

Í dag var Leiðtogadagur í Andabæ og buðum við foreldrum og ættingjum.  Börnin settu upp myndlistarsýningu í salnum sem gestir nutu.  Gaman að sjá hversu margir gátu komið til okkar.                     

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við nemendur úr Hvanneyrardeild Gbf. í heimsókn.  Allir fluttu atriði og var þetta mikil og góð skemtun og góð samvera nemenda og starfsfólks.