Haustkaffi

Við buðum foreldrum og til okkar í morgun í kaffi og hafragraut.  Þetta var notaleg stund þar sem börnin sýndu foreldrum sínum listaverk sem þau hafa verið að gera tengd haustinu.  Við þökkum öllum sem komu til okkar.  

Gjöf frá Kvennfélaginu 19. júní

Kvenfélagið 19.júní kom færandi hendi og gaf leikskólanum gjöf. Við fengum þrjár tungutrommur með 8 mismunandi hljóðum.  Hljóðin hreinsa hugann og tíðni hljóðfærisins hafa frábær áhrif á líkamann og koma okkur djúpt í hugleiðsluástand.  Einnig gáfu þær okkur söngskál sem er góð við orkuheilun, til að hreinsa umhverfið og sem hugleiðsluverkfæri, hljómurinn kemur huganum í djúpt hugleiðsluástand.  Við erum ákaflega …

Leiðtogadagur í Andabæ

Í dag var Leiðtogadagur í Andabæ og buðum við foreldrum og ættingjum.  Börnin settu upp myndlistarsýningu í salnum sem gestir nutu.  Gaman að sjá hversu margir gátu komið til okkar.                     

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við nemendur úr Hvanneyrardeild Gbf. í heimsókn.  Allir fluttu atriði og var þetta mikil og góð skemtun og góð samvera nemenda og starfsfólks.