Miðvikudaginn 25. janúar kl. 18.00 verður haldinn opinn fundur um deiliskipulag lóðarinnar nr. 59 við Borgarbraut í Borgarnesi. Fundurinn fer fram í Hyrnunni við Brúartorg. Borgarland ehf. hefur látið teikna 6 hæð fjölbýlishús á lóðina og er deiliskipulagstillagan nú í auglýsingu. Á fundinn mætir Helgi Hallgrímsson arkitekt og kynnir teikningar af húsinu. Allir velkomnir. Borgarbyggð
Lausar stöður við leikskólann Hraunborg á Bifröst
Við leikskólann Hraunborg á Bifröst eru lausar stöður leikskólakennara og störf við ræstingu. Um er að ræða eina 100% stöðu leikskólakennara frá 1. mars til frambúðar og eina 100% stöðu í afleysingum frá 20. mars til 10. júlí. Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Á Hraunborg er einnig laus staða …
Nýr Framhaldsskóli í Borgarnesi!
Menntamálaráðherra kynnti í s.l. viku þá ákvörðun sína að skipa sérstakan stýrihóp til undirbúnings að stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi á grundvelli þeirra hugmynda sem undirbúningshópur á vegum sveitarfélaga og háskóla í Borgarfirði hefur markað. Samkvæmt þeim hugmyndum verður stofnað hlutafélag í eigu heimamanna er mun annast byggingu húsnæðis og rekstur skólans. Fyrsta verkstig í þeim undirbúningi er mótun á nýju …
Þreksalur opnar á Varmalandi
Í íþróttahúsinu á Varmalandi opnar í dag mánudag þreksalur með 2 hlaupabrettum, fjölþættri þrekstöð og handlóðum. Opið sem hér segir: Þreksalurinn opnar fyrir almenning 16. janúar 2006 kl. 16:30 Þreksalurinn verður svo opin frá kl. 12:30 til 14:30 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Leiðbeinandi verður svo seinni part dags í þreksalnum frá kl. 16:30 til 19:30 mánudaga, miðvikudaga og …
Þrettándabrenna 10. jan. kl. 20.00 á Seleyri
Nú gerum við aðra tilraun með að halda Þrettándabrennu en ekki tókst að kveikja í henni né halda flugeldasýningu vegna veðurs s.l. föstudagskvöld. Kveikt verður í brennunni þriðjudagskvöldið 10. jan. kl. 20.00 og vonum við að veðrið verði bærilegt. Það er Borgarbyggð í samvinnu við Björgunarsveitina Brák, Sparisjóð Mýrasýslu, Olís og Njarðtak sem standa fyrir brennu og flugeldasýningu á …
Mikil íbúafjölgun í Borgarbyggð
Íbúar í Borgarbyggð hafa aldrei verið fleiri en nú í árslok 2005. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands voru íbúar í Borgarbyggð 2708 þann 1. desember 2005. Íbúum hefur því fjölgað um 115 á árinu eða um 4.5%. Mest var fjölgunin í Borgarnesi, en þar fjölgaði íbúum um 84 og eru nú 1841. Á Bifröst fjölgaði íbúum um 41 og eru nú …
.
Gleðileg jól. Óskum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári. Bæjarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar.
Orkuveita Reykjavíkur tekur við rekstri fráveitna í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 15. desember var undirritaður samningur á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Borgarbyggðar sem felur í sér að Orkuveitan tekur frá og með 1. janúar 2006 yfir rekstur fráveitna í Borgarnesi, á Bifröst og á Varmalandi. Með þessum samningi hækkar verðmæti eignarhlutar Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur um tæpar 100 milljónir, en Borgarbyggð á 0.76% eignarhlut í fyrirtækinu. Jafnframt felur samningurinn í …
Menntaskóli Borgarfjarðar
Beðið ákvörðunar ráðherra Ytri stýrihópur um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi bíður nú niðurstöðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra varðandi umsókn hópsins um stofnun einkarekins, þriggja ára menntaskóla frá og með næsta hausti. Fyrirhugaður menntaskóli er samstarfsverkefni Borgarbyggaðar, Borgarfjarðarsveitar, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í hópnum eru Ágúst Sigurðsson frá Hvanneyri, Helga Halldórsdóttir frá Borgarbyggð, Runólfur Ágústsson frá …
Jólaútvarp tókst vel
Árlegu jólaútvarpi unglinga í félagsmiðstöðinni Óðali Borgarnesi lauk s.l. föstudagskvöld með tónleikum í beinni útsendingu með einni vinsælustu hljómsveit landsins Skítamóral að viðstöddu fjölmenni.Það gefur auga leið að til þess að gera útvarp sem ætlað er að höfða til sem flestra bæjarbúa þarf mikinn undirbúning og metnað til þess að gera fjölbreytta þætti sem höfða til fleiri en unglinganna sjálfra. …