Grænfáninn

maí 17, 2006
Í þessari viku eru umhverfisdagar í Grunnskólanum í Borgarnesi. Þessir dagar eru tileinkaðir Grænfánaverkefninu sem skólinn hefur tekið þátt í síðan 2001. Þemu skólans innan Grænfánaverkefnisins eru Átthagar, rusl og orka. Viðfangsefni nemenda þessa viku tengjast þemunum á einn eða annan hátt.
Föstudaginn 19. maí mun umhverfisráðherra afhenda skólanum Grænfánann við hátíðlega athöfn sem hefst kl 10 við skólann. Við sama tækifæri verður stofnaður fólkvangur í Einkunnum. Allir sem tök hafa á eru boðnir velkomnir í skólann til að taka þátt í þessari athöfn, skoða afrakstur umhverfisdaganna ásamt verkefnum sem unnin hafa verið í skólanum í vetur og þiggja veitingar.
 
 

Share: