Nýtt ráðhús tekið í notkun

maí 8, 2006
Laugardaginn 6. maí var nýtt Ráðhús Borgarbyggðar tekið í notkun. Húsið að Borgarbraut 14, sem áður hýsti starfsemi Spairsjóðs Mýrasýslu hefur nú tekið talsverðum breytingum til að þjóna sem best nýju hlutverki.
Við opnunina afhentu börn Hallldórs E Sigurðssonar og Margrétar Gísladóttur sveitarfélaginu málverk af Halldóri en hann var fyrsti sveitarstjórinn í Borgarnesi. Var málverkinu valinn staður í mótttöku Ráðhússins.
Um leið og húsið var tekið í notkun var opnuð ljósmyndasýning Sigvalda Arasonar verktaka en myndirnar eru flestar teknar í Borgarnesi á s.l. 50 árum af ýmsum framkvæmdum.
Sýningin verður opin í Ráðhúsinu á opnunartíma þess.
Mikill fjöldi gesta var viðstaddur opnun Ráðhússins.
 

Share: