Afleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi

maí 12, 2006
Umsóknarfrestur vegna afleysingastarfa ( tvö konustörf ) við Íþróttamiðstöðina Borgarnesi er framlengdur til 18. maí n.k.
Afleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi frá 29. maí til 31. ágúst 2006
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl.
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Laun samkvæmt launatöflu Kjalar.
Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnipróf sundstaða.
Vinnustaðurinn er reyklaus.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14.
Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á bæjarskrifstofu í síma 433-7100.
Einnig er hægt að senda umsókn á netfangið indridi@borgarbyggd.is
 

Share: