Borgfirsk list í Hafnarfirði

Á dögunum brugðu kvenfélagskonur úr Reykholtsdalnum undir sig betri fætinum og fóru í menningarreisu um höfuðborgarsvæðið. Þær tóku m.a. hús á Sigríði Jónsdóttur sem lengi bjó í Reykholtsdalnum en býr nú í Hafnarfirði. Í garði Sirrýjar er stór veggur sem hún hefur fengið Jósefínu Morréll listamann og sauðfjárbónda á Giljum í Hálsasveit til að mála fyir sig. Þrátt fyrir að …

Æfa frumsaminn söng og gamanleik

Hafsteinn og BjartmarFélagar í Ungmennafélagi Reykdæla í Reykholtsdal hafa oft á tíðum farið ótróðnar slóðir í verkefnavali. Undanfarnar vikur hafa þeir staðið í ströngu og eru nú að færa á svið í Logalandi nýjan frumsaminn söng- og gamanleik eftir heimamenn. Höfundar eru þeir Bjartmar Hannesson bóndi á Norður Reykjum og Hafsteinn Þórisson bóndi og tónlistarkennari á Brennistöðum. Hafsteinn samdi 18 …

Úthlutað úr Menningarsjóði Borgarbyggðar 2009

Stjórn menningarsjóðs Borgarbyggðar úthlutaði úr sjóðnum á fundi sínum þann 11. mars s.l. Eins og venjulega var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði við skoðun á umsóknum, en þær voru alls 31 talsins og hljóðuðu upp á 15 milljónir. Úthlutað var kr. 2.800 til 20 styrkhafa en þetta árið voru engin heiðursveðlaun veitt vegna aðhalds í rekstri. Nánar um styrkúthlutanir …

Alþingiskosningar – atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25.apríl 2009. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, virka daga frá kl.09.00 til 15.00. Einnig verður hægt að kjósa pálmasunnudag 5.apríl og sumardaginn fyrsta þann 23.apríl frá kl.10.00-14.00. Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki …

Gullpenslarnir í Safnahúsi Borgarfjarðar

Litir jarðarinnar Daði Guðbjörnsson Laugardaginn 21. mars næstkomandi verður opnuð sýning nokkurra þekktra listamanna í Safnahúsi Borgarfjarðar en þeir mynda hópinn Gullpenslarnir. Helena Guttormsdóttir sér um sýninguna og útbýr kennsluefni henni tengdri. Sýningin stendur til 17. apríl. Gullpenslarnir er félagsskapur málara sem sýnt hefur bæði hér heima og erlendis. Þau hafa vakið verðskuldaða athygli og jafnvel verið kölluð landslið íslenskra …

Stóra upplestrarkeppnin – lokahátíð

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi miðvikudaginn 18. mars og hefst kl. 14.00. Þetta er landshlutakeppni og þarna keppa lið Vesturlands. Liðin sem keppa eru frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Varmalandsskóla, Heiðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Búðardal og Laugagerðisskóla. Á hátíðinni verða flutt tónlistaratriði og skáld hátíðarinnar kynnt. Allir eru velkomnir í Þinghamar á meðan húsrúm leyfir. …

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2009. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2009 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi …

Lína langsokkur komin í Borgarbyggð

Ungmennafélagið Íslendingur frumsýnir leikritið um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit næstkomandi laugardag. Undanfarnar vikur hafa félagar í Íslendingi lagt nótt við dag við æfingar og nú er stóra stundin að renna upp. Alls taka um 20 leikarar á öllum aldri þátt í sýningunni og hópur fólks sér um nauðsynlega baktjaldavinnu. Aðalhlutverk leikur Sigrún Rós Helgadóttir …

Vetrarmót hestamannafélagsins Grana

Annað vetrarmót Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri verður haldið fimmtudaginn 12. mars. Mótið fer fram á Miðfossum í Andakíl. Keppt verður í þremur flokkum: 1. flokki, 2. flokki og flokki 17 ára og yngri. Mótið byrjar kl. 19:00 og þeim sem ætla að taka þátt er befnt á að skrá sig á netfangið: grani@lbhi.is fyrir miðvikudagskvöldið 11. mars. Ekki verður tekið …