Síðastliðinn föstudag komu nemendur 2. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi ásamt kennurum sínum, í starfskynningu í Ráðhúsið í Borgarnesi. Á meðfylgjandi myndum má sjá Sigurjón Einarsson leiða krakkana í allan sannleik um skipulagsmál í Borgarbyggð og Pál Brynjarsson fara yfir gatnagerðarmál með þeim og vísa í myndir Sigvalda Arasonar til myndræns stuðnings. Krakkarnir voru áhugasöm og gaman að fá þau í heimsókn. Hver veit nema í hópnum leynist verðandi skipulags- og gatnagerðarstjórar Borgarbyggðar. Bestu þakkir fyrir komuna krakkar!
mynd_ego