Menningarverðlaun DV – byggingarlist

mars 24, 2009
Nýlega var tilkynnt niðurstaða dómnefndar um Menningarverðlan DV í byggingarlist. Skemmst er frá að segja að félagarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson höfundar menntaskólahússins hrepptu verðlaunin. Þeir eiga arkitektastofuna Kurtogpí. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. „Byggingunni er skipt upp í þrjá hússkrokka með þakgörðum. Höfundar vitna til mælikvarða bæjarsamfélagsins sem húsið er byggt inn í og margbreytilegrar húsagerðar í bænum. Húsið er klætt með kopar sem hefur sérstæðan samhljóm með umhverfinu; inn á milli klettanna. Þakið er lagt grjótmulningi sömu gerðar og klettarnir í kring, en þakgarðar eru með lynggróðurþekju.“

 

Share: