Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands fer fram í Reykholtskirkju föstudaginn 29. maí og hefst athöfnin kl. 14:00. Að athöfn lokinni er boðið til kaffiveitinga í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.  

Gestkvæmt í Reykholti

Frá heimsókn Kallistos Ware í ReykholtÞað hefur verið gestkvæmt hjá Reykholtskirkju-Snorrastofu í maímánuði nú sem fyrr. Ríflega þúsund manns hafa sótt sýningar undanfarnar vikur og fengið fyrirlestra á vegum Snorrastofu um sögu staðarins og haldið og notið tónleika og athafna í kirkjunni. Ferðamenn hafa aðallega verið eldri borgarar frá Norðurlöndunum sem hafa komið í stórum hópum á vegum ferðaskrifstofa sem …

Tónleikar í Reykholtskirkju á Hvítasunnu

Reykholtskirkja_elinKirkjukórasamband Suður – Hálogalands í Noregi fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var stofnaður hátíðakór med félögum úr kórum biskupsdæmisins í Norlandsfylki, undir stjórn organistannaIngjerd Grøm og Øivind Mikalsen. Kórinn mun halda tónleika í Reykholtskirkju annan Hvítasunnudag kl. 16.00 ásamt Kammerkór Akraness en stjórnandi hans er Sveinn Arnar Guðmundsson organisti Akraneskirkju. Flutt verður norsk og íslensk …

Sumarstarf Tómstundaskólans

Tómstundaskólinn verður opinn til 19. júní í sumar. Skólinn er opinn öllum grunnskólabörnum í Borgarbyggð. Til að unnt verði að halda námskeið þarf lágmarksþátttöku. Skráning jafngildir þátttöku. Hægt verður að fá morgun-, hádegis-, og síðdegishressingu á meðan námskeiðin standa yfir. Tómstundaskólinn verður opinn frá kl. 07.50 – 16.00. Skráning hefst miðvikudaginn 27. maí kl. 09.00 hjá ritara Grunnskólans í Borgarnesi. …

Frá Grunnskóla Borgarfjarðar

Frá Kleppjárnsreykjum Þessa vikuna verður skólastarf Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri með óhefðbundnu sniði. Á Kleppjárnsreykjum verður m.a. sund- og borðtennismót, hæfileikakeppni, haldin fræðsluerindi, skiptimarkaður og sundlaugarpartý. 10. bekkur lagði af stað í óvissuferð að loknu síðasta prófi í morgun. Þá verður foreldrum og velunnurum skólans boðið í grillveislu á vorhátíð skólans á fimmtudaginn. Á Hvanneyri verður farið í …

Ertu atvinnulaus í sumar?

Ungmennaráð Borgarbyggðar boðar þá mennta- og framhaldskólanema í Borgarbyggð sem ennþá eru atvinnulausir í sumar á fund í Mími ungmennahúsi Kveldúlfsgötu mánudagskvöldið 25. maí kl. 20.00 til að ræða málin og fara yfir stöðu atvinnumála þessa hóps. Hvetjum þá sem ekki eru enn komnir með vinnu í sumar að mæta á þennan mikilvæga fund til skrafs og ráðagerða. Sjá auglýsingu …

Ganga á Uppstigningardag

Frá Einkunnum_fthFimmtudaginn 21. maí, uppstigningardag, verður gengið á milli Álatjarnar og Háfsvatns í fólkvanginum Einkunnum. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá nýju bílastæðunum við Álatjörn og má reikna með að gangan taki um tvo tíma. Þetta er frekar létt ganga, en víða um blautt land. Gengin verður ný stikuð leið í fólkvanginum. Fólk er hvatt til að koma vel …

Ganga á Uppstigningardag

Frá Einkunnum_fthÁ morgun, fimmtudaginn 21. maí, uppstigningardag, verður gengið á milli Álatjarnar og Háfsvatns í fólkvanginum Einkunnum. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá nýju bílastæðunum við Álatjörn og má reikna með að gangan taki um tvo tíma. Þetta er frekar létt ganga, en víða um blautt land. Gengin verður ný stikuð leið í fólkvanginum. Fólk er hvatt til að …

Lokað fyrir heita vatnið

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur verður lokað fyrir heita vatnið í Borgarnesi frá kl. 09.00 í dag. Lokað verður fram eftrir degi.  

Góðir gestir úr Hvalfirðinum

Hópurinn fyrir utan Safnahús_sijÞað er mikið líf í Safnahúsi Borgarfjarðar þessa dagana og magir gestir sem leggja leið sína í húsið. Til að mynda komu félagar úr kór Saurbæjarprestakalls ásamt mökum á sýninguna Börn í 100 ár síðastliðinn laugardag. Að skoðun lokinni hélt hópurinn svo í Landnámssetur þar sem borðað var og farið á sýninguna Mr. Skallagrímsson. Kór Saurbæjarprestakalls syngur …