Um þessar mundir eru liðin 110 ár frá fæðingu Jóns heitins Helgasonar fræðimanns og skálds frá Rauðsgili í Hálsasveit. Af þessu tilefni er hans minnst á heimasíðu Safnahúss með samantekt eftir Sævar Inga Jónsson héraðsbókavörð. Jón Helgason var fæddur á Rauðsgili 30. júní 1899 og lést í Kaupmannahöfn 19. janúar 1986, á 87. aldursári. Hann var þekktur fyrir fræðistörf sín en ekki síst hefur hann verið ástsæll meðal þjóðarinnar fyrir ljóð sín sem þykja listavel gerð.
Sjá nánar á vef Safnahúss: www.safnahus.is