Laugardaginn 4. júlí verða haldnir orgeltónleikar í Reykholtskirkju klukkan 16.00. Þá mun Eyþór Franzson Wechner leika verk eftir J.S. Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Páll Ísólfsson César Franck og Max Reger. Tónleikarnir eru liður í orgeltónleikaröð á vegum Reykholtskirkju og Félags íslenskra organleikara. Verið er að skipuleggja fleiri tónleika fram á haust. Aðgangseyrir rennur í Orgelsjóð Reykholtskirkju og er miðaverð 1.500 kr.