Atvinna – leikskólakennari og matráður

júní 30, 2009
Í leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. ágúst 2009. Um er að ræða 100% stöðu og 50% hlutastarf, ef ekki fást leiksólakennarar verða ráðnir leiðbeinendur.
Einnig er laus 50% staða matráðs við skólann frá og með 1. ágúst 2009
Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 14-17 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa með börnum og búi yfir færni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 6. júlí.
Upplýsingar um starfið veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri (hnodrabol@borgarfjordur.is) í síma 862-0064.
 
 

Share: