Tómstundaskólinn opnar þriðjudaginn 11. ágúst. Opið verður frá kl. 08.00 – 16.00 alla daga fram að skólabyrjun. Þeir sem ætla að nýta sér vistun þessa vinsamlegast sendið tölvupóst á gunny@grunnborg.is eða hafið samband við ritara grunnskólans. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 10. ágúst.
Læða í óskilum í Borgarnesi
Brúnbröndótt læða u.þ.b. þriggja mánaða hefur verið að sniglast um í Bjargslandinu síðustu daga. Íbúi við Fálkaklett hefur skotið skjólshúsi yfir köttinn í dag. Þetta er ekki sami köttur óg auglýstur var í gær en hann var á sömu slóðum og eigandi hans hefur gefið sig fram. Hægt er að hringja í síma 821 6697 (Rósa) til að ná í …
Sýning Katrínar stendur til 21. ágúst
Vegna óvenju mikillar aðsóknar hefur hannyrðasýning Katrínar Jóhannesdóttur í Safnahúsi: „Þá er það frá“ verið framlengd til 21. ágúst n.k. Nú þegar hafa um 750 manns sótt sýninguna heim og ekkert lát virðist á vinsældum hennar. Athygli vekur hvað allt handbragð er vandað auk þess sem hönnun Katrínar hefur hlotið lof, en þar gætir m.a. áhrifa frá íslenska þjóðbúningnum. Uppstilling …
Kveikt verður aftur á götuljósum um miðjan ágúst
Vegna sparnaðar hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð hefur verið ákveðið að fresta því að kveikja á götuljósum á þéttbýlisstöðunum þar til 12. ágúst.
Landbúnaðarsýningin GLÆTA 2009 Reiðhöllinni Borgarnesi 28.-30. ágúst
Dagana 28.-30. ágúst n.k. stendur rekstrarfélagið Selás ehf fyrir landbúnaðarsýningu í og við reiðhöllina í Borgarnesi. Sýningin er að fá góðar undirtektir og verður hún eina sinnar tegundar á landinu í haust. Vel fer á því að halda þessa sýningu í Borgarfirði þar sem að í héraðinu eru mörg af öflugustu búum landsins, eins hentar húsnæði reiðhallarinnar afar vel fyrir …
Lausaganga hunda í þéttbýli er bönnuð
Að undanförnu hefur talsvert verið kvartað yfir lausum hundum í þéttbýli Borgarbyggðar. Af því tilefni er bent á að lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli í Borgarbyggð og skulu hundar vera í taumi þegar að eigendur þeirra eða forráðamenn eru með þá úti að ganga. Einnig er það skylda forráðamanns hunds að hreinsa upp saur og annan óþrifnað eftir …
Nytjamarkaður í Brákarey 18. júlí
Það verður nytjamarkaður í Brákarey í Borgarnesi, í matsal sláturhússins, laugardaginn 18. júlí kl. 12.00 – 16.00Allur ágóði rennur til styrktar starfi Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Markaðurinn verður opinn alla laugardaga í sumar út ágúst að 1. ágúst undanskildum. Um leið og þakkað er frábærar viðtökur þá er minnt á að hægt er enn að taka við dóti frá þeim sem vilja styrkja …
Friðarhlaup 2009
Alþjóðlega friðarhlaupið fer fram hér á Íslandi þessa dagana.Það eru um 25 sjálfboðaliðar frá 15 löndum sem taka þátt í friðarhlaupinu en hér landi hófst hlaupið í Reykjavík 01. júlí og var fyrst hlaupið um Suðurland og síðan Austurland og þaðan áfram hringinn um landið. Þriðjudaginn 14. júlí fer hlaupið í gegnum Borgarbyggð. Ætlun hlauparanna er að stoppa svolitla stund …
Nytjamarkaður í Brákarey
Körfuknattleiksdeild Skallagríms endurvekur nú nytjamarkaðsstemminguna í Brákarey í Borgarnesi, í matsal sláturhússins, laugardaginn 11. júlí kl. 12.00 – 16.00 Á markaðinum verður ýmislegt í boði m.a. gömul dömudress, handtöskur, ýmislegt glingur, bækur, púsl, vínilplötur, húsgögn, dekk á felgum og allt mögulegt. Prúttið verður í hávegum haft. Allur ágóði rennur til Körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Þeir sem vilja styrkja starf deildarinnar með því …
Safnahús minnist Jóns Helgasonar
Um þessar mundir eru liðin 110 ár frá fæðingu Jóns heitins Helgasonar fræðimanns og skálds frá Rauðsgili í Hálsasveit. Af þessu tilefni er hans minnst á heimasíðu Safnahúss með samantekt eftir Sævar Inga Jónsson héraðsbókavörð. Jón Helgason var fæddur á Rauðsgili 30. júní 1899 og lést í Kaupmannahöfn 19. janúar 1986, á 87. aldursári. Hann var þekktur fyrir fræðistörf sín …