Húsamerkingar

september 11, 2009
Eins og fram kemur í bréfi sem sent var til húseigenda í Borgarnesi í dag hefur sveitarfélagið hrundið af stað átaki í merkingu gamalla húsa. Byrjað verður í ár á húsum í Borgarnesi og fengist hefur styrkur til að niðurgreiða skilti á húsum sem byggð voru fyrir 1950. Sjá má nánar í bréfi til húseigenda með því að smella hér.
 
Ath. að meinleg villa slæddist í bréfið svo álykta mátti að verið væri að hvetja til merkinga á yngri húsum en frá 1950, en átt er við að merkingar húsa með byggingarár frá því fyrir 1950 verði styrktar.
 
Ljósmynd: Húsið Arabía við Egilsgötu í Borgarnesi.
Guðrún Jónsdóttir

Share: