Okkar lið í Útsvari á laugardag

Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari keppa fyrir sitt heimahérað á laugardaginn kemur. Í liðinu eru þau Heiðar Lind Hansson, Hjördís H. Hjartardóttir og Stefán Einar Stefánsson. Þau keppa við Álftanes í þessum 1. þætti 2. umferðar og hefst viðureignin kl. 20:10. Í fyrstu umferð náði liðið þeim góða árangri að fá 101 stig (kepptu gegn Akureyri sem sigraði naumlega með tveggja …

Hittumst í hádeginu, fimmtudag!

Frá átakshópi um atvinnumál í Borgarbyggð Opinn fundur með Fjárfestingastofu fimmtudaginn 10. desember kl. 12:00 í Menntaskóla Borgarfjarðar Þórður Hilmarsson framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu mun segja frá möguleikum í „fjárfestingum“ erlendra aðila, hvað þurfi til og hvað Fjárfestingastofaer að skoða um þessar mundir. Er það eitthvað sem er áhugavert fyrir Borgarfjörð og íbúa Borgarbyggðar? Hægt verður að kaupa súpu og brauð á …

Akstursstyrkir vegna íþróttæfinga 2009

Til foreldra barna í dreifbýli Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum ungmennafélaga í Borgarbyggð afgreiddir. Umsóknum skal skilað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Ráðhús Borgarbyggðar með þeim gögnum sem óskað er eftir að fylgi. Sjá auglýsingu hér.  

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar leigir fjallhús

Guðmundur og PállÁ dögunum var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Veiðifélags Arnarvatnsheiðar um leigu á fjallhúsum á Arnarvatnsheiði. Veiðifélag Arnarvatnsheiðar leigir skála og hesthús í Álftakrók og við Úlfsvatn. Samningurinn er gerður til tíu ára og leiga greiðist að hluta með endurbótum á húsunum og að hluta með peningum. Með þessu færist eftirlit, viðhald og útleiga til Veiðifélagsins en leitarmenn …

Border Collie hundur í óskilum

Gæludýraeftirlitsmaður er með í vistun hjá sér ungan Border Collie hund sem handsamaður var við Hvannatún rétt utan við Hvanneyri í gær. Þar hefur hann gert sig heimakominn undanfarið. Hundurinn er hvítur og svartur með hvítan kraga um hálsinn. Andlitið er meira hvítt en svart. Búið er að hringja á nágrannabæina og senda fyrirspurn til íbúa á Hvanneyri en enginn …

Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Nemendur spila í Húsasmiðjunni_tþÁ morgun, þriðjudaginn 8. desember hefst jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Fyrstu tónleikarnir verða í Logalandi í Reykholtsdal og hefjast þeir kl. 20.30. Nemendur Tónlistarskólans heimsækja félagsstarf eldri borgara föstudaginn 11. desember kl. 13.30. Aðrir tónleikar skólans fara fram á eftirtöldum stöðum: Miðvikudaginn 9. des. kl. 18.00 í sal Tónlistarskóla Borgarfjarðar Fimmtudaginn 10. des. kl. 18.00 í sal Tónlistarskóla …

Jólaútvarp unglinga hefst á mánudagsmorgun

Árlegt jólaútvarp unglinga í félagsmiðstöðinni Óðal hefst mánudaginn 7. des með ávarpi útvarpsstjóra kl. 10.00. Mikilli undirbúningsvinnu er nú svo gott sem lokið og upptökur yngri bekkja tilbúnar og nú geta unglingarnir einbeitt sér að upptökum á hinum þekktu frumsömdu auglýsingum sínum sem mikil vinna er lögð í og ávallt eru vinsælar. Dagskrá er hefðbundin. Fyrir hádegi eru sendar út …

Stórleikir í 16 liða úrslitum Subwaybikarsins í körfubolta næsta sunnudag.

Bæði meistaraflokkur karla og kvenna drógust á móti sterkum liðum Fjölnis í bikarnum og næsta víst að það verður barist grimmt í þessum skemmtilegu leikjum sem framundan eru við Fjölni. Styrkur Skallagríms ætti að vera heimavöllurinn með okkar frábæru stuðningsmönnum og hvetjum við alla til að eiga notalega stund í íþróttamiðstöðinni. Þeir sem mæta á leikina eiga von á uppákomum …

Góð aðsókn að sýningu Snjólaugar

Á annað hundrað manns hafa komið í Safnahús á undanförnum dögum til að skoða sýningu Snjólaugar Guðmundsdóttur, en sýningin var opnuð fyrir tæpri viku. Þar sýnir Snjólaug vefnað og flóka. Sýningin ber nafnið ”Af fingrum fram” og hluti hennar er af sýningu sem Snjólaug hélt á Blönduósi árið 2008 til vors 2009 og bar sama nafn. Nokkru hefur þó verið …

Truflun vegna viðgerðar á aðalæð

Eins og margir hafa orðið varir við hefur OR þurft að takmarka heitt vatn í Borgarnesi síðustu daga vegna viðgerðar á aðalæð og þrýstingsfalli sem varð á henni. Loka þurfti útisvæði sundlaugarinnar og kæla niður laugar og heita potta til að spara vatn og ná upp vatnsforða í miðlunartankinn á Seleyri. Eins hafði þetta áhrif á snjóbræðslukerfi sparkvallar við skólann …