Þrettándabrenna 2010

janúar 6, 2010
Frá þrettándabrennu á Seleyri í fyrra
Björgunarsveitin Brák mun sjá um þrettándabrennuna á Seleyri við Borgarnes fyrir hönd Borgarbyggðar. Brennan verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. janúar og verður kveikt í kl. 19.30. Boðið verður upp á glæsilega skemmtidagskrá. Steinka Páls mætir ásamt söngfuglum, Gísli Einarsson tryllir lýðinn og Björgunarsveitin Brák verður með einstaka flugeldasýningu.
Allir velkomnir.
 

Share: