Jólaútvarpið gengur vel

Jæja nú er búið að laga netútsendingu og geta nú allir hlustað í fullum gæðum. Linkur inn á jólaútvarpið er vinstra megin á heimasíðu Borgarbyggðar og í Borgarnesi og nágrenni má ná útvarpinu á Fm. 101.3. Þetta er 18 árið sem jólaútvarp unglinga í Óðali fer í loftið. Dagskrá jólaútvarpsins má nálgast hér. ij  

Þjónusta við fatlaða til sveitarfélagsins

Um næstu áramót mun félagsþjónusta Borgarbyggðar taka yfir þá þjónustu sem Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vesturlandi hefur veitt fötluðu fólki og fjölskyldum þess. Rétt er að undirstrika að sú þjónusta sem nú er fyrir hendi breytist ekki að öðru leyti en því, að í stað þess að leita til Svæðisskrifstofu snýr fólk sér til félagsþjónustunnar. Þeir sem hingað til hafa sótt …

Jólaútvap Óðals vinsælt

Álag á nethlustun jólaútvarps unglinga í Óðali var svo mikið í morgun þegar útvarpið fór í loftið að allt kerfið hrundi. Starfsmenn Símans vinna að lagfæringum en hlustendur geta þó fylgst með útsendingunni á fm 101,3. Beðist er afsökunar á þessum óþægindum en vonandi kemst þetta í lag sem allra fyrst. Unglingar í Óðali  

Borgarbyggð eigandi Hjálmakletts

Eins og kunnugt er var nýlega undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Íslandsbanka um kaup Borgarbyggðar á mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi. Upphaflega var húsið í eigu Fasteignafélagsins Menntaborgar. Áhersla var lögð á að fasteignin kæmist í eigu sveitarfélagsins enda þótti það farsæl lausn fyrir alla aðila og raskaði ekki starfsemi Menntaskóla Borgarfjarðar.     Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri segist ánægður …

Menningarráð Vesturlands auglýsir styrki

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsársins 2011. Upplýsingar um styrkina eru á heimasíðu verkefnisins www.menningarviti.is Einnig veitir menningarfulltrúi frekari upplýsingar í síma 4332313 / eða 8925290 eða í tölvupósti menning@vesturland.is Umsóknarfrestur rennur út 20. desember 2010.   Áherslur Menningarráðs vegna styrkveitinga eru eftirfarandi:   * Verkefni sem draga fram sérkenni og menningu Vesturlands. * Verkefni sem styðja …

Bílaþvottadagur Skallagríms

Næstkomandi laugardag 11. desember ætlar körfuknattleiksdeild Skallagríms að vera með bílaþvott. Tekið verður á móti bílum við vörulager Límtré-Vírnets á laugardag frá kl. 9.00-16.00. Sjá auglýsingu hér.  

Hlutastarf í Klettaborg

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir starfskrafti tímabundið frá 1. janúar-31. maí 2011, vinnutími er kl. 14.30-16.30 daglega. Umsóknarfrestur er til 14. desember n.k. og þurfa umsóknir að berast til leikskólastjóra. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 437-1425 eða á netfanginu steinunn@borgarbyggd.is. Sjá nánar hér.    

Sr. Geir Waage sextugur

Tilkynning frá Reykholtskórnum: Næstkomandi föstudag, 10. desember verður sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti sextugur. Af því tilefni heldur Reykholtskórinn tónleika honum til heiðurs. Tónleikarnir verða í Reykholtskirkju á afmælisdaginn og hefjast kl. 20.30. Strax á eftir bjóða sóknarnefndir í prestakallinu upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Sóknarbörn, vinir og velunnarar sr. Geirs eru hjartanlega velkomin.  

Listasýning í Borgarnesi

Í Borgarnesi hefur verið í gangi Listasmiðja fyrir fólk með fötlun, á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, frá því í mars á þessu ári. Boðið er til sýningar á verkum nemenda í Pakkhúsinu í Brúðuheimum, mánudaginn 13. desember kl. 17 – 19. Allir velkomnir. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ólöf S. Davíðsdóttir listakona í Gallerí Brák. Nemendur/listamennirnir koma frá Fjöliðjunni og sambýlinu í …

Jólakort skólabarna á Hvanneyri

Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri hafa í mörg ár teiknað jólakort sem þau hafa selt og hefur ágóðinn af sölunni runnið til góðgerðamála. Í ár rennur ágóðinn af jólakortasölunni til Pálfríðar Sigurðardóttur frá Stafholtsey, en hún gekkst undir erfiða hjartaaðgerð núna í haust. Jólakortin eru til sölu í skólanum og nemendur verða einnig með aðstöðu á jólamarkaðinum í Ullarselinu þann …