Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

janúar 6, 2011
Sveitarfélagið Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá sveitarfélaginu.
Meginhlutverk forstöðumanns íþróttamannvirkja er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri íþróttamannvirkja í Borgarbyggð.
Hæfniskröfur;
– Þjónustulund, áhugi og metnaður
– Reynsla af rekstri og stjórnun æskileg
– Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði er nauðsynlegt
– Hæfni í mannlegum samskiptum
– Menntun sem nýtist í starfi
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2011. Umsóknir merktar “forstöðumaður íþróttamannvirkja” ásamt ferilskrá skulu sendar í Ráðhúsið í Borgarbyggð, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar og konur hvött til að sækja um starf hjá sveitarfélaginu.
Nánari upplýsingar um starfið veita Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri í síma 433-7100, netfang asthildur@borgarbyggd.is eða Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í síma 433-7100, netfang pall@borgarbyggd.is

Share: