Garðar Jónsson ráðinn þjálfari

janúar 5, 2011
Í gær var undirritaður samningur á milli Knattspyrnudeildar Skallagríms og Garðars Jónssonar um þjálfun meistaraflokks næsta sumar.
 
Garðar er öllum hnútum kunnugur í Borgarnesi en hann þjálfaði liðið síðasta sumar auk þess sem hann er næst markahæsti leikmaður Skallagríms frá upphafi. Liðið leikur í þriðju deild og lenti í þriðja sæti síns riðils síðasta sumar.
Markmið deildarinnar er áframhaldandi uppbygging liðsins með þeim kjarna leikmanna sem fyrir eru auk yngri leikmanna sem uppaldir eru hjá félaginu. Knattspyrnudeildin bíður Garðar velkominn til starfa á ný og væntir mikils af starfi hans í sumar.
Á myndinni sjást Garðar Jónsson og Kristmar Ólafsson formaður Knattspyrnudeildar undirrita samninginn.

Share: