Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið á fundi sínum 18. október s.l. Við endurskoðun voru gerðar breytingar á tekjuliðum, rekstarliðum, fjármagnsliðum og nýframkvæmdum. Á heildina litið er gert ráð fyrir betri rekstarniðurstöðu en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir vegna jákvæðra breytinga á fjármagnsliðum, en veltufé frá rekstri er hins vegar nokkru lægra en upphaflega var áætlað. …
Þjóðahátíð
Festival of nations Sábado, 05 de noviembre 14:00-17:00 laugardag 5. nóv. 2011 14:00-17:00 Lugar Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum Akranesi, Iceland Más información Þjóðahátíðin er stór viðburður, á síðasta ári kynntu fulltrúar meira en 25 landa menningu sína í mat, drykk, dansi söng og svo framvegis, um hundrað sjálfboðaliðar ef erlendum uppruna komu að skipulagningu og að minnsta kosti 1500 gestir …
Pokasala í Rauðakrossbúðinni
Pokasalan í Rauðakrossbúðinni í Borgarnesi heldur áfram dagana 28. og 29. október. Þar getur fólk keypt pokann á 1000 kr. og sett í hann allt sem það vill. Verslunin verður opin föstudag kl. 12-18.00 og laugardag kl. 13-16.00.
Söfnun á rúlluplasti 2011
Síðasta söfnun á rúlluplasti á vegum sveitarfélagsins á þessu ári fer fram þann 29. nóvember til 6. desember. Þeir sem óska eftir að rúlluplast verði sótt til þeirra heima að bæjum, en hafa ekki þegar pantað þjónustuna er bent á að gera það í tíma. Hér má sjá auglýsinguna sem gildir fyrir þetta ár.
Forvarnarstefna Borgarbyggðar
Á fundi sínum, þriðjudaginn 18. október síðastliðinn, samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar forvarnarstefnu í málefnum barna, unglinga og ungmenna. Forvarnarstefnan á að vera lifandi og virk á hverjum tíma og verður endurskoðuð árlega. Forvarnarstefnuna má sjá hér.
Málverk Einars Ingimundarsonar í Safnahúsi
Ein mynda Einars Ingimundarsonar málara hefur nú verið hengd upp í anddyri Safnahúss þar sem einnig er gerð grein fyrir höfundi hennar í nokkrum orðum. Þetta er liður í að miðla merkum safnkosti Listasafns Borgarness með tímabundnum örsýningum. Mynd Einars er máluð ofarlega í Húsafellslandi og sýnir landslagið í nágrenni Kaldadals, tignarlega jökla og fjöll. Staðhættir og sögulegar heimildir voru …
Egilsgata lokuð
Vegna malbikunarframkvæmda verður Egilsgötu lokað tímabundið eða frá því seinni partinn í dag og fram eftir degi á morgun (lokað Skúlagötumegin). Leiðin frá „rakarahorni“ inn Egilsgötu og upp Bröttugötu verður opin eftir sem áður. Umhverfis- og Skipulagssvið
Niðurstöður rannsókna á vímuefnaneyslu kynntar
Til foreldra og forráðamanna Kynning á niðurstöðum rannsókna á vímuefnaneyslu meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar fer fram miðvikudaginn 19. október kl. 17.00 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga, kynnir niðurstöðurnar og fjallar um áhrifavalda á vímuefnaneyslu ungs fólks. Fundarboðendur eru Menntaskóli Borgarfjarðar og grunnskólar Borgarbyggðar.
Þér er boðið á opið hús
Tilkynning frá leikskólanum Hnoðrabóli: Leikskólinn Hnoðraból heldur upp á 25 ára afmælið sitt með opnu húsi fimmtudaginn 20. október kl. 13.30-15.30. Þann dag bjóða börn, starfsfólk og foreldrar, alla þá sem vilja koma og þiggja veitingar í tilefni dagsins og skoða sýningu á verkum barnanna, velkomna á Hnoðraból. Hlökkum til að sjá ykkur öll kæru sveitungar, gamlir nemendur, starfsfólk og …
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2011
Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar, Ragnar Frank Kristjánsson, afhenti umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar á sviðinu í Skallagrímsgarði í Borgarnesi á Sauðamessu kl. 15 í dag,þann 15. október 2011. Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar eru veittar árlega og auglýst er eftir tilnefningum á hverju vori. Umhverfis- og skipulagsnefnd fer yfir tilnefningar og ákveður hverjir hljóta viðurkenningarnar hverju sinni. Að þessu sinni bárust í allt 13 tilnefningar. …