Arabískt kvöld í Landnámssetri

nóvember 17, 2011
Arabískt hlaðborð og upplestur
Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur bókarinnar Ríkisfang: Ekkert, les upp úr bókinni, segir frá hugmyndinni að baki henni og sýnir ljósmyndir sem hún tók í Írak og Palestínu. Bókin hefur vakið mikla athygli og fengið einróma lof gagnrýnenda en hún fjallar um Línu, Abeer og hinar flóttakonurnar sem fengu hæli á Akranesi haustið 2008.
 
Hvernig er hægt að vera ríkisfangslaus? Hvernig er að ala upp börn í stríði? Hvernig er að enda í tjaldi? Hvernig er að skola á land á Íslandi?
 
Þá munu borðin í Landnámssetrinu svigna undan arabískum kræsingum! Gestakokkarnir Lína Mazar og Abeer Mahmood sem búsettar eru á Akranesi töfra fram spennandi rétti frá Írak og Palestínu. Ilmur af möndlum, kanil, kardimommum og margvíslegum spennandi kryddum fylla salinn ásamt ljúfum, arabískum tónum.
 

Share: