Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir eftir fólki til starfa í sumar en vinnuskólinn er ætlaður unglingum í 8. – 10. bekk grunnskóla. Vinnuskólinn starfar frá 6. júní til 3. ágúst og til boða er 4 vikna vinna fyrir hvern og einn ungling og velja þau sér sínar vinnuvikur. Starfstöðvar eru í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Reykholti og á Bifröst. Allir sem sækja …
Slökkt á ljósastaurum í þéttbýli
Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins þann 30. apríl næstkomandi að undanskilinni lýsingu á þjóðvegi 1 gegnum Borgarnes. Þetta er fjórða sumarið með þessu fyrirkomulagi og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við götulýsingu. Gert er ráð fyrir að slökkt verði á ljósastaurunum í rúmlega 14 vikur og kveikt verði aftur þann 10. ágúst …
Afkoma Borgarbyggðar mun betri en áætlað var
-sveitarfélagið bætir þjónustu við íbúana í ljósi rekstrarniðurstöðunnar Rekstur Borgarbyggðar gekk mun betur á árinu 2011 en gert hafði verið ráð fyrir, sem skýrist m.a. af því að skatttekjur voru meiri en áætlað var, rekstrarkostnaður var að mestu leiti í samræmi við áætlun og fjármagnskostnaður reyndist nokkru minni en ætlað var vegna breytinga á lánum í erlendri mynt. Þetta kemur …
Íbúafundur um landbúnaðarmál – 2012
Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar stendur fyrir íbúafundi um landbúnaðarmál þriðjudaginn 17. apríl kl. 20:30 í Hjálmakletti, húsi menntaskóla Borgarfjarðar. Sjá hér auglýsingu.
Sérkennsluráðgjafi/deildarstjóri námsvers
Laus er til umsóknar ný staða sérkennsluráðgjafa fyrir leik- og grunnskóla og deildarstjóra námsvers (sérdeild) fyrir grunnskólanemendur í Borgarbyggð. Um er að ræða tvískipt starf sem skiptist í 40% sérkennsluráðgjöf fyrir leik- og grunnskóla og 60% stjórnun og kennslu við námsver fyrir grunnskólanemendur sem staðsett verður í Grunnskólanum í Borgarnesi. Leitað er einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, metnaði og eiginleikum …
Lokasýningar á Stútungasögu
Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar auglýsir nú lokasýningar á Stútungasögu sem sýnd er í Hjálmakletti.Leikritið verður sýnt á föstudagskvöldið 13. apríl kl. 21.00 og síðasta sýning verður mánudaginn 16. apríl kl. 18.00. Grunnskólanemar fá 25% afslátt af miðaverði á mánudagssýninguna. Miðasala er í síma 8696968 eða 8655081 og einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is
Úthlutað úr menningarsjóði Borgarbyggðar 2012
Stjórn menningarsjóðs Borgarbyggðar úthlutaði úr sjóðnum á fundi sínum þann 21. mars síðastliðinn. Við skoðun á umsóknum var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði. Umsóknir voru alls 22 talsins og hljóðuðu upp á ríflega 6 milljónir. Úthlutað var kr. 2.000.000 til 17 verkefna. Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum: Freyjukórinn Kórastarf 150.000 Reykholtskórinn Kórastarf 100.000 Gleðigjafar Kórastarf 50.000 IsNord Tónlistarhátíð 150.000 …
Uppsveitin í Borgarneskirkju
Tólistarhópurinn Uppsveitin heldur tónleika í Borgarneskirkju þriðjudaginn 10. apríl næstkomandi. Á efnisskránni eru íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum, dægurlög og klassík. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Sjá auglýsingu hér.
Páskakveðja til foreldra
Til foreldra frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð og SAMAN-hópnum –16 ára böll- Í 18 ára ábyrgð felst m.a. að foreldrum ber skylda til að leiðbeina og setja skýr mörk. Foreldrar gera sér æ betur grein fyrir skaðlegum áhrifum ótímabærrar áfengisneyslu á líf ungmenna. Þeir hafa með virkum hætti tekið ábyrgð á uppeldi barna sinna og spornað gegn …
Borgarbyggð styrkir starfsemi Snorrastofu
Bergur og PállNýverið undirrituðu Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti og Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar samkomulag um stuðning Borgarbyggðar við Snorrastofu á árinu 2012. Sveitarfélagið mun veita Snorrastofu 2,8 milljónir á árinu til reksturs og þróunar á starfsemi Snorrastofu.