Hreinsað til við slökkvistöðina á Sólbakka

maí 24, 2012
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri eyddi síðustu helgi í tiltekt og fegrun við slökkvistöðina á Sólbakka í Borgarnesi. Bjarni fyllti marga ruslapoka en mikið hefur fokið til af rusli og drasli í vetur. Þá hefur hann sáð og plantað trjám á baklóð stöðvarinnar. Bjarni vonast til að aðrir starfsmenn og íbúar Borgarbyggðar taki sér þetta framtak til fyrirmyndar og hreinsi og fegri í kringum sig. Meðfylgjandi myndir tók Bjarni við slökkvistöðina.
 

Share: