Söngfjölskyldan, þau Theodóra, Ogleir Helgi og dætur, efna til tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi næstkomandi fimmtudag, 30. maí kl. 21.00. Ingibjörg Þorsteinsdóttir leikur með á píanó. Yfirskrift tónleikanna er „Ljúft og létt í Landnámssetri“ og verður fjölbreytt dagskrá, þau flytja meðal annars dúett og tríó eftir Mozart, íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns og söngleikjalög. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar …
Göngustígnum lokað vegna framkvæmda
Vegna fráveituframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur verður göngustígurinn með ströndinni, frá frá Kveldúlfsgötu 15 að Kjartansgötu 25 lokaður frá 27. maí til og með 31. maí.
Heilsueflandi framhaldsskóli – gull til Menntaskólans
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur hlotið tvenn gullverðlaun fyrir verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli á skólaárinu 2012 – 2013. Verðlaunin eru fyrir framúrskarandi árangur; í fyrsta lagi við að tryggja tækifæri nemenda og starfsfólks til hreyfingar og í öðru lagi fyrir aðgengi nemenda og starfsfólks að hollum mat. Heilsueflandi framhaldsskóli byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni …
Yngstu nemendurnir fá öryggisvesti
Félagar úr Björgunnarsveitinni Brák komu færandi hendi í Grunnskólann í Borgarnesi og gáfu skólanum 33 endurskinsvesti. Vestin eru ætluð yngstu nemendum skólans og koma sér sannarlega vel í vettvangsferðum þeirra.Það voru nemendur í fyrstu bekkjum skólans sem tóku á móti gjöfinni. Björgunarsveitinni Brák eru færðar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.
Ársreikningur Borgarbyggðar
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2012 er kominn á heimasíðuna. Ársreikninginn má nálgast hér og sundurliðanir hér.
Ljóð unga fólksins
Nýverið kom út bókin Ljóð unga fólksins en í henni er úrval ljóða eftir börn sem tóku þátt í samkeppninni Ljóð unga fólksins 2013. Alls bárust yfir 900 ljóð í keppnina og voru 70 þeirra valin í bókina. Nemendur í 5. – 6. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum sendu inn ljóð. Ljóð Ásdísar Lilju Arnarsdóttur, Bækur, var valið til birtingar …
Umsækjendur um starf skipulags- og byggingarfulltrúa
Nýlega var auglýst eftir umsóknum um starf skipulags- og byggingarfulltrúa hjá Borgarbyggð. Eftirtalin sóttu um starfið: Berglind Björg Sigvaldadóttir, Einar Magnús Einarsson, Guðjón Þór Ragnarsson, Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, Ingvar Helgi Ómarsson, Jóhann Víðir Númason, Kristinn Lúðvik Aðalbjörnsson, Lulu Munk Andersen, Magnús Þórðarson, Ólafur Þ. Stefánsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Ómar Örn Kristófersson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Sigurður Friðgeir Friðriksson, Sveinn Rúnar Traustason, …
Tónlistarskólinn – innritun og vortónleikar
Næstkomandi föstudag 10. maí og mánudaginn 13. maí verður innritun nýrra nemenda í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Áhugasömum er bent á að hringja í síma 437 2330 eða senda tölvupóst á netfangið tskb@simnet.is. Þá er fólki einnig velkomið að líta við í skólanum þessa daga og fá að prófa hljóðfæri og spyrjast fyrir. Vortónleikar skólans verða sem hér segir: Mánudagur 13. maí …
Menningarsjóður Borgarbyggðar 2013-05-08
Úthlutað hefur verið úr Menningarsjóði Borgarbyggðar. Við skoðun á umsóknum var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði. Umsóknir voru alls 19 talsins og hljóðuðu upp á tæplega 6 milljónir. Úthlutað var kr. 1.650.000 til 15 verkefna. Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum: Freyjukórinn Kórastarf 120.000 Theodóra Þorsteinsdóttir Tónleikar 50.000 Gleðigjafar Kórastarf 120.000 IsNord Tónlistarhátíð 120.000 Samkór Mýramanna Kórastarf 120.000 Söngbræður Kórastarf …
Vortónleikar menntaskólakórsins
Vortónleikar kórs Menntaskóla Borgarfjarðar verða í Borgarneskirkju í kvöld, miðvikudaginn 8. maí og hefjast kl. 20.30. Kórsöngur, einsöngur og hljóðfæraleikur. Enginn aðgangseyrir en kórfélagar taka glaðir móti frjálsum framlögum. Allir velkomnir.