Framtíðarskipulag Skallagrímsgarðs

júlí 4, 2013
Mörgum unnendum Skallagrímsgarðs hefur lengi verið ljóst að hefja þyrfti endurnýjun gróðurs í Skallagrímsgarði sem ella mun láta verulega ásjá sökum aldurs og skuggamyndunar á næstu árum og áratugum. Til þess að slík endurnýjun skapi sem minnst rask og skili þeim árangri sem til er ætlast er nauðsynlegt að vinna áætlun þar sem að ákveðið er hvernig garðurinn skuli líta út í framtíðinni og hvað gera þurfi til að ná því markmiði. Því samþykkti umhverfis- og landbúnaðarnefnd þegar á árinu 2010 að vinna þyrfti slíka áætlun. Sjá nánar hér. Fjárhagur sveitarfélagsins var þá með þeim hætti að ekki var hægt að ráðast í verkefnið fyrr en á þessu ári.
Samson B. Harðarson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands var fenginn til að vinna verkið og hefur nú skilað fyrstu tillögum um framtíðarútlit garðsins sem sjá má hér í tveimur skjölum. Hér má sjá fyrra skjalið og hér það síðara. Eftir er að vinna nánari útfærslu verkþátta.
 
Íbúar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og ábendingar sínar til umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa á netfangið bjorg@borgarbyggd.is.
 

Share: