Menntaskóli Borgarfjarðar 10 ára.

Í dag, föstudaginn 8. september, býður Menntaskóli Borgarfjarðar velunnurum til afmælisfagnaðar í tilefni 10 ára afmælis. Hefst afmælishátíðin kl. 14 og er  boðið upp á léttar veitingar að henni lokinni. Skólinn væntir þess að sem flestir sjái sér fært að mæta í tilefni þessara tímamóta í sögu skólans.

Tónlistarskóli Borgarfjarðar 50 ára.

Fimmtudaginn 7. september næstkomandi verða 50 ár liðin frá stofnun Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Tónlistarfélag Borgarfjarðar hafði forgöngu að stofnun skólans. Haldið verður upp á daginn með opnu húsi á sjálfan afmælisdaginn. Skólinn mun bjóða upp á hádegissnarl í skólanum, Borgarbraut 23, Borgarnesi, kl. 12:00. Einnig er gestum  velkomið að fylgjast með kennslu allan daginn. Dagskrá afmælisdagsins endar á tónleikum í Borgarneskirkju …

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Óðal

Með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Óðal er verið mæta þörfum unglinga í Borgarbyggð fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum sínum. Félagsmiðstöðin er því mikilvægur vettvangur fyrir unglinga og felur starf hennar í sér mikið forvarnar-, afþreyingar- og menntunargildi. Rútuferðir eru c.a tvisvar í mánuði til og frá Mýrunum, Bifröst, Varmalandi, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri á viðburði félagsmiðstöðvarinnar og opin hús. Félagsmiðstöðin Óðal …

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSB

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSB Gengið er alla miðvikudaga í september. Göngurnar eru í 60-90 mínútur og  fyrir alla aldurshópa. Kostar ekkert að ganga með, bara mæta klædd eftir veðri. 6.september kl.18 Gengið um útivistarsvæðið Einkunnir, Björk Jóhannsdóttir leiðir hópinn áfram. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Einkunnir kl.18. …

Starf innheimtufulltrúa Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf innheimtufulltrúa. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst   Verkefni og ábyrgðarsvið: Ábyrgð á útgáfu og útsendingu reikninga Umsjón með innheimtuaðgerðum og útsendingu innheimtubréfa Álagning fasteignagjalda Móttaka og símsvörun þegar þörf er á Almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni   Menntunar- og hæfniskröfur: Stúdentspróf Reynsla sem nýtist í starfi …

Mikil uppbygging í Borgarbyggð

Borgarbyggð er öflugt samfélag með þróttmiklu atvinnulífi. Það er eitt víðfeðmasta sveitarfélag landsins sem býr yfir miklum tækifærum á ýmsa lund. Mikil uppbygging hefur verið í héraðinu undanfarin misseri og mikið er framundan. Framkvæmdahugur er mikill bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Því er og hefur verið mikill annatími í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu. Ekki er útlit fyrir annað en …

Skólaakstur fyrir grunnskólanema

Í vor bauð Borgarbyggð út skóla- og tómstundaakstur og var Ríkiskaup falið að sjá um framkvæmd útboðsins. Óskað var eftir tilboðum í skólaakstur fyrir grunnskólanema í fjögur skólaár, þ.e. frá byrjun skólaárs haustið 2017 til og með loka skólaárs vorið 2021 og akstur grunnskólanemenda í tómstundastarf eftir skóla og í sumarstarfsemi Vinnuskólans og Sumarfjör á sama tímabili. Um er að …

Starfsfólk Borgarbyggðar í námi

Starfsmenn Borgarbyggðar sem stunda nám á skólaliðabraut framhaldsskóla, háskólanám til leikskóla, grunnskóla, íþrótta- eða tónlistarkennaraprófs eða stunda framhaldsnám á háskólastigi geta sótt um styrk til Borgarbyggðar. Styrkurinn felst í því að starfsmenn halda launum þann tíma sem þeir sækja staðbundnar námslotur og vettvangsnám. Byggðarráð hefur samþykkt fimm umsóknir til leikskólakennaranáms, fjórar umsóknir til grunnskólakennaranáms, þrjár umsóknir til náms í sérkennslufræðum …

Umhverfisviðurkenningar 2017

Umhverfisviðurkenningar 2017 Ítrekun – Framlengdur frestur Eins og undanfarin ár vill Borgarbyggð veita viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og hvetja íbúa til að hjálpa okkur að gera Borgarbyggð að einu snyrtilegasta sveitarfélagi landsins. Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2017 í eftirfarandi fjórum flokkum: 1. Snyrtilegasta bændabýlið 2. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 3. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 4. Sérstök viðurkenning umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefndar …

Grunnskólinn í Borgarnesi – frá kynningarfundi

Miðvikudaginn 23. Ágúst var haldinn opinn kynningarfundur í Hjálmakletti um niðurstöður úr úttekt verkfræðistofunnar Eflu á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og viðbyggingu. Fundurinn var sérstaklega ætlaður kennurum, starfsfólki, foreldrum og nemendum við Grunnskólann. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, starfsmaður Eflu, kynnti niðurstöður úr úttekt á húsnæði skólans. Orri Árnason arkitekt fór yfir …