Lokun Borgarbrautar 2.-6. okt.

september 26, 2017
Featured image for “Lokun Borgarbrautar 2.-6. okt.”

Vegna framkvæmda við lagnir og þverun Borgarbrautar verður lokað fyrir umferð um Borgarbraut á móts við Borgarbraut 57-59 frá og með mánudeginum 2. október til og með föstudeginum 6. október n.k.

Verktaki í verkinu er Borgarverk ehf en verkið er unnið fyrir Veitur ohf og Rarik ohf.

Hjáleið verður um Kveldúlfsgötu/Kjartansgötu á meðan á framkvæmdum stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun hefur í för með sér fyrir vegfarendur.


Share: