Snjór og sorphirða

Vegna færðar gengur sorphirða hægar en venjulega. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að moka frá sorpgeymslum og tunnum til að auðvelda framgang sorphirðunnar. Sorphirðudagatal fyrir þéttbýli má sjá hér og fyrir dreifbýli hér.

Skipulagsauglýsing 2019-01-25

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2019 og á 179. fundi sínum þann 10. janúar 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur: Fossatún – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Verslunar- og þjónustusvæði stækkar til norðausturs. Forsendur fyrir breytingu er aukin eftirspurn gistingar og fjölbreytni í gistimöguleikum í Fossatúni. Svefnhýsi / skálar verða staðsett á því …

Álagning fasteignagjalda 2019

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2019.  Álagningarseðlar verða  sendir til fasteignaeigenda sem eru 71 árs og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður / pósthólf“ á netsíðunni www.Island.is.  Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. …

Kortasjá Loftmynda / teikningavefur Borgarbyggðar

Teikningar af flestum mannvirkjum í Borgarbyggð eru aðgengilegar á Kortasjá Loftmynda. Allar stimplaðar teikningar eru skannaðar inn á vefinn. Auk þess má nálgast skipulagsuppdrætti, upplýsingar um jarðamörk og fleira á Kortasjánni. Loftmyndir á Kortasjánni eru uppfærðar reglulega. Ráðlegt er að hafa samband við starfsfólk á umhverfis- og skipulagssviði til að kanna gildi þeirra gagna sem eru á netinu, leiki á …

Snjómokstur

Nú er fyrsti snjórinn sem eitthvað kveður að kominn. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 8.11.2018 reglur um snjómokstur og er þær að finna á þessari síðu.  Þar er ennfremur að finna snjómoksturskort fyrir alla þéttbýlisstaði í Borgarbyggð.

Hreyfing í boði fyrir almenning í Borgarbyggð

Fjölbreytt hreyfing er í boði fyrir almenning í Borgarbyggð en rannsóknir staðfesta að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing minnkar líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum og eykur líkamshreysti, vellíðan og lífsgæði almennt. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan geta lifnaðarhættir, sem fela í sér daglega hreyfingu, skapað tækifæri til að mynda og styrkja félagsleg …

Söngvar úr Oliver og Fiðlaranum á þakinu

Nú er starf vorannar í Tónlistarskóla Borgarfjarðar komið í fullan gang. Starfið verður hefðbundið og að venju eitt og annað skemmtilegt á dagskránni. Söngleikjadeildin ætlar að æfa upp söngva úr söngleikjunum Oliver og Fiðlaranum á þakinu og munu þátttakendur vera bæði börn og fullorðnir.  Tónlistin í þessum söngleikjum er sérlega skemmtileg og höfðar til flestra. Hægt er að bæta við …

Skipulagsauglýsingar – 2019-01-18

Skipulagsauglýsing hjá Borgarbyggð Bjargsland II í Borgarnesi – Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2018, samþykkt eftirfarandi tillögu. Tillagan var auglýst frá 19. september til 31. október 2018. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu frá íbúum á athugasemdatímabili, tekið var tillit til umsagna frá lögaðilum. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Miðnes …

Föstudagurinn dimmi

Fyrir nokkru tóku tveir frumkvöðlar í Borgarnesi sig til og efndu til uppákomu sem nefndist Föstudagurinn dimmi. Þetta voru þær Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir. Á þessum degi hvetja þær til umhugsunar og upplifunar í ljósleysi skammdegisins, þar sem hugsað er til eldri tíma þegar fólk bjó ekki við rafmagn. Safnahús tekur þátt í Dimma föstudeginum í dag …

Fjölbreytt verkefni á skipulagsdegi skóla

Í skólum Borgarbyggðar  voru unnin fjölbreytt verkefni á skipulagdegi þann 16. janúar sl. Ebba Guðný Guðmundsdóttir hélt námskeið fyrir matráða leikskóla og grunnskóla og aðstoðarmenn þeirra og  fjallaði um ofnæmi og óþol hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Eldaðir voru m.a. grænmetisréttir og rætt um næringarinnihald matar. Persónuverndarfulltrúi Borgarbyggðar fræddi starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar um vinnslu persónuupplýsinga og geymslu í ljósi …