Forsætisráðherra í heimsókn

febrúar 14, 2019
Featured image for “Forsætisráðherra í heimsókn”

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti ráðhús Borgarbyggðar miðvikudaginn 13. Febrúar, í ferð sinni um Vesturland. Með henni í för voru Bjarni Jónsson varaþingmaður VG og Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður ráðherra. Forsætisráðherra fundaði með sveitarstjórn Borgarbyggðar um málefni sveitarfélagsins. Farið var yfir fjölmörg mál s.s. samgöngumál, atvinnumál, þróun ferðaþjónustunnar, húsnæðismál, framkvæmdir sveitarfélagsins, fjárhagslega stöðu þess og helstu áherslur inn í framtíðina. Það er alltaf ánægjulegt þegar forsvarsmenn þjóðarinnar funda með kjörnum fulltrúum sveitarstjórnarstigsins heima í héraði, kynna sér aðstæður og eiga hreinskiptin skoðanaskipti við heimafólk.


Share: