Borgarbyggð sýknuð af bótakröfu Húss & Lóða.

febrúar 11, 2019
Featured image for “Borgarbyggð sýknuð af bótakröfu Húss & Lóða.”

Héraðsdómur Vesturlands felldi dóm í máli Húss & Lóða gegn Borgarbyggð mánudaginn 11. Febrúar. Stefnandi, Hús & Lóðir, gerði kröfu um að viðurkennd væri bótaskylda Borgarbyggðar vegna seinkunar framkvæmda við Borgarbraut 57 og 59. Héraðsdómur vísaði frá kröfu stefnanda um að viðurkennd væri bótaskylda Borgarbyggðar. Stefndi, Borgarbyggð, er að öðru leyti sýkn af kröfum stefnanda í málinu skv. dómsorðum Héraðsdóms Vesturlands.


Share: