Velferðarstefna Vesturlands, sem unnin var á síðastliðnu ári á vegum SSV, liggur nú til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og hjá öðrum hagsmunaaðilum. Umsagnarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði um stefnuna á síðasta fundi sínum þann 31. janúar síðastliðinn. Ákveðið var að efna til kynningarfundar fimmtudaginn 14. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Páll S. Brynjarsson …
Árstíðirnar fjórar – Vetur, sumar, vor og haust
Árgangur 2006 í grunnskólanum í Borgarnesi vann að gerð ljóðabókar veturinn 2017-2018. Nemendur voru beðnir um að yrkja ljóð um árstíðirnar fjórar og náði verkefnið yfir allan veturinn. Áttu nemendur að fást við mismunandi form og styðjast við bragreglur svo sem ljóðstafi, rím og endurtekningu, allt eftir því sem fengist var við hverju sinni. Úr varð þessi ljóðabók þar sem …
Afleysingarstarf í búsetuþjónustu fatlaðra
Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Umsækjandi þarf að helst að vera eldri en 20 ára, vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð. Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar gefur: Guðbjörg Guðmundsdóttir í …
Endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi
Framkvæmdir eru í fullum gangi við endurbætur og stækkun grunnskólans í Borgarnesi. Núverandi skólabygging samanstendur af nokkrum misgömlum byggingum og víða var kominn tími á viðhald. Með framkvæmdunum er aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk skólans bætt til muna. Jafnframt verður skólabyggingin mun aðgengilegri fyrir fatlaða. Nýr og glæsilegur matsalur, sem einnig nýtist sem samkomusalur, lítur dagsins ljós ásamt nýrri eldhúsaðstöðu …
Gjöf til Andabæjar og Hnoðrabóls
Leikskólarnir Andabær og Hnoðraból fengu myndalega gjöf á dögunum. Um er að ræða prjónaða þvottaklúta sem íbúar Brákarhlíðar hafa unnið af mikilli natni. Þessir klútar munu nýtast vel í starfi leikskólanna. Leikskólastjórar skólanna þær Sjöfn og Ástríður, fengu þann heiður að taka á móti gjöfinni og fræðast um allt það skemmtilega starf sem unnið er í Brákarhlíð. Skólarnir þakka kærlega …
Í Grunnskóla Borgarfjarðar fer fram gæðastarf
Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á leik- grunn- og framhaldsskólum fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í ytra mati felst að matsaðilar Menntamálastofnunar leggja mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja á lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það gert með skoðun á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við börn/nemendur, …
Snjómokstur
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fyrir skömmu breyttist veðurfar eftir óvanalega milda og þægilega haust- og vetrarmánuði fram yfir áramót. Snjó kyngdi niður og líkur eru til að óbreytt veðurfar sé í kortunum fram yfir mánaðamót. Unnið er eftir snjómokstri í sveitarfélaginu eftir ákveðnu skipulagi. Vegagerðin annast mokstur á helstu samgönguæðum. Snjómokstri og hálkueyðingu í Borgarbyggð er …
Snjór og sorphirða
Vegna færðar gengur sorphirða hægar en venjulega. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að moka frá sorpgeymslum og tunnum til að auðvelda framgang sorphirðunnar. Sorphirðudagatal fyrir þéttbýli má sjá hér og fyrir dreifbýli hér.
Skipulagsauglýsing 2019-01-25
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2019 og á 179. fundi sínum þann 10. janúar 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur: Fossatún – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Verslunar- og þjónustusvæði stækkar til norðausturs. Forsendur fyrir breytingu er aukin eftirspurn gistingar og fjölbreytni í gistimöguleikum í Fossatúni. Svefnhýsi / skálar verða staðsett á því …
Álagning fasteignagjalda 2019
Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2019. Álagningarseðlar verða sendir til fasteignaeigenda sem eru 71 árs og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður / pósthólf“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. …






