Starf verkefnisstjóra í Safnahúsi

mars 19, 2019
Featured image for “Starf  verkefnisstjóra í Safnahúsi”

Starf  verkefnisstjóra

Safnahúsið hefur auglýst eftir umsóknum um starf verkefnisstjóra og óskast umsóknir sendar inn fyrir 4. apríl n.k.  Verkefnisstjóri vinnur fjölbreytt störf s.s. við móttöku, flokkun og skráningu muna/skjala, rannsóknir og heimildaöflun. Hann annast eftirlit með safngripum, tiltektir, flutninga gripa/gagna o.fl. Einnig tilfallandi verkefni s.s. móttöku gesta, sýningavörslu og að einhverju leyti afgreiðslu á bókasafni. Er starfið auglýst til eins árs til að byrja með, með líkum á framtíðarráðningu. Sjá nánar með því að smella hér.

http://safnahus.is/atvinna-i-bodi/


Share: