Áætlað að byrja lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrar í maí

Fimmtudaginn 11. apríl síðastliðinn fór fram síðasti fundur vinnuhóps sem skipaður var af Borgarbyggð til að fylgja eftir verkefni um lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrarnar. Hópurinn var skipaður þannig,  að Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð var formaður hópsins en aðrir fulltrúar voru Pétur Þórðarson forstjóri RARIK, Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá samgöngu …

Hundanámskeið

Áætlað er að halda námskeið fyrir hunda og eigendur þeirra í Borgarnesi. Þeir sem ljúka námskeiðinu fá 40% afslátt af hundaleyfisgjöldum gegn framvísun staðfestingar.

Ungmennaráð

Ungmennaráð Borgarbyggðar er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 25 ára í  sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Ungmennaráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast  hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Ráðið fylgist með því að stofnanir Borgarbyggðar vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. Ungmennaráð skal funda með sveitarstjórn Borgarbyggðar í …

Pannavellir

Borgarbyggð pantaði fjóra pannavelli frá UMFÍ og hafa þeir verið settir upp í Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Á þessum völlum er spilaður fótbolti – einn á móti einum eftir ákveðnum reglum sem verða aðgengilegar við vellina. Myndin er af vellinum á Hvanneyri.

Slökkviliðið fær körfubíl

Í gær bættist körfubíll við tækjasafn Slökkviðs Borgarbyggðar. Hann er búinn 32 m. langri bómu með 2500 l. monitor (vatnsbyssu) sem er fjarstýranleg frá jörðu eða beint úr körfu. Er hér um langþráða viðbót að ræða fyrir slökkviliðið en bíllinn er fluttur inn notaður frá Svíþjóð en nýyfirfarinn og í góðu standi.

Umhirða trjáa

Þessa dagana er unnið að trjáfellingum og klippingum í bæjarlandinu. Í Skallagrímsgarði verða tré sem standa við Skallagrímsgötu snyrt til og þau tré sem eru illa farin, eða standa of þétt verða fjarlægð. Með þessari aðgerð er opnað fyrir birtu inn í garðinn sem bætir lífsskilyrði gróðurs í garðinum. Það er Øyvind Kulseng skógarhöggssérfræðingur frá Hvanneyri sem sinnir verkinu undir …

Fundur sveitarstjórnar 11.4.2019

182. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 11. apríl 2019 og hefst kl. 16:00 1901025 – Skýrsla sveitarstjóra 2019   Almenn mál 1904018 – Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2018     1810122 – Ungmennaráð 2018-2019     1903165 – Úrsögn úr nefndum og ráðum     1903077 – Kosningar í nefndir og …

Matráður óskast í leikskólann Klettaborg í Borgarnesi

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Klettaborg. Um er að ræða 100% starf frá 8.00-16.00. Um framtíðarstarf er að ræða frá 1. ágúst 2019. Leikskólinn er heilsueflandi leikskóli og unnið er eftir matseðlum frá Samtökum heilsuleikskóla og Handbók fyrir leikskólaeldhús. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur.   Helstu …

Listsýning – vefnaður, þæfing og bókverk

Ný listsýning verður opnuð í Hallsteinssal í Safnahúsi laugardaginn 13. apríl. Nefnist hún Vefnaður, þæfing og bókverk og listakonan er Snjólaug Guðmundsdóttir. Snjólaug er fædd og uppalin á Ísafirði en hefur lengi búið á Brúarlandi í Hraunhreppi á Mýrum. Hún er með vefnaðarkennarapróf frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands og hefur kennt vefnað og mynd- og handmennt ásamt því að vinna …

Götusópun í Borgarnesi og á Hvanneyri

Götur verða sópaðar í Borgarnesi þriðjudaginn 9. apríl, og á Hvanneyri miðvikudaginn 10. apríl. Til að tryggja að verkið gangi sem best eru íbúar beðnir að leggja bílum í bílastæði en ekki við gangstéttar. Umhverfis-og skipulagssvið