Nýr starfsmaður í Safnahúsi

maí 3, 2019
Featured image for “Nýr starfsmaður í Safnahúsi”

Nýlega var auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Safnahúsi í stað Halldórs Óla Gunnarssonar sem hætti störfum þar nýverið. Hefur Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir verið ráðin í starfið. Hún á að baki fjölbreytt nám og starf og er að ljúka MA námi í safnafræði við Háskóla Íslands, útskrifast með viðbótardiplóma þaðan í vor.  Hún er einnig með MFA gráðu frá listaháskólanum Villa Arson í Frakklandi. Guðlaug er fædd og uppalin í Kjósinni, býr að ríkulegri tungumálakunnáttu og reynslu úr atvinnulífinu auk þess að vera starfandi myndlistarmaður og vön verkefnastjórn.  Hún mun takast á við margbreytileg verkefni í Safnahúsi er snúa að safnkostinum og meðferð hans, en einnig annast önnur störf skv. starfslýsingu. Guðlaug mun hefja störf í júnímánuði næstkomandi og er hún boðin hjartanlega velkomin í starfsmannateymi Safnahúss.


Share: