Framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból eru nú í útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Óskar Borgarbyggð eftir tilboðum vegna byggingaframkvæmda við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum, Um er að ræða nýbyggingu á einni hæð við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum um 540 m2 að stærð, þar sem leikskólinn Hnoðraból verður staðsettur ásamt skrifstofum fyrir starfsfólks leikskólans og grunnskólans.
Mun húsnæði leikskólans verða hluti af húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar-Kleppjárnsreykjum og gefur það möguleika á öflugu samstarfi þessara skóla sem hafa marga sameignlega fleti í starfi sínu.
Sjá nánari upplýsingar á útboðsvef Ríkiskaupa