Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 180 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu frá og með 1. ágúst 2019 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til …
Matráður við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild
Laust er til umsóknar starf matráðs við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild tímabundið næsta skólaár. Um er að ræða 100% starf á starfstíma skólans. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði, árangur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. …
Nýr starfsmaður í Safnahúsi
Nýlega var auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Safnahúsi í stað Halldórs Óla Gunnarssonar sem hætti störfum þar nýverið. Hefur Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir verið ráðin í starfið. Hún á að baki fjölbreytt nám og starf og er að ljúka MA námi í safnafræði við Háskóla Íslands, útskrifast með viðbótardiplóma þaðan í vor. Hún er einnig með MFA gráðu frá listaháskólanum Villa Arson …
Hundagerði lokað vegna námskeiðs
Hundagerðið í Borgarnesi verður lokað almenningi, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 18:30 og 19:30 vegna hundanámskeiðs, frá 2.maí til og með 23. maí. Vinsamlega takið tillit til þessa.
Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu.
Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu standa fyrir áhugaverðu íbúaþingi mánudaginn 6 maí 2019 undir yfirskriftinni Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu. Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl.13.00 og mun standa til kl.16.00. Markmiðið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til …
Stórskemmtilegir tónleikar á sumardaginn fyrsta
Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa nú um nokkurra ára skeið verið með samstarfið „Að vera skáld og skapa“. Að þessu sinni unnu nemendur og kennarar með ljóð Böðvars Guðmundssonar. Safnahúsið útbýr ljóðahefti og nemendur semja tónlisti við ljóð. Endar samvinnan svo ár hvert á tónleikum á sumardaginn fyrsta. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir, flutt voru 20 lög sem voru …
Ljóð Böðvars á tónleikum
Á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl standa Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar fyrir tónleikum þar sem nemendur skólans flytja eigin tónsmíðar við ljóð Böðvars Guðmundssonar. Um 25 lög verða frumflutt og verður Böðvar viðstaddur tónleikana sem hefjast kl. 15.00 og eru í Safnahúsi. Þetta er í sjöunda sinn sem Safnahúsið og Tónlistarskólinn standa saman að slíku verkefni sem ber vinnuheitið …
Nýtt húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból
Framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból eru nú í útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Óskar Borgarbyggð eftir tilboðum vegna byggingaframkvæmda við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum, Um er að ræða nýbyggingu á einni hæð við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum um 540 m2 að stærð, þar sem leikskólinn Hnoðraból verður staðsettur ásamt skrifstofum fyrir starfsfólks leikskólans og grunnskólans. Mun húsnæði leikskólans verða hluti af húsnæði …
Sumarfjör – frá UMSB
Við erum að leita eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að koma inn í sumar og vera með skemmtileg og fjölbreytt námskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára og 10-13 ára. Tími dags og fjöldi daga er eftir samkomulagi en hvert námskeið er hámark 10 klst. Námskeiðin fyrir 6-9 ára fara fram í Borgarnesi og á Hvanneyri en fyrir 10-13 ára …








